Innlent

Forsetahjónin heimsækja Skagafjörð

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Skagafjarðar á mánudaginn kemur.

Heimsókn þeirra stendur í tvo daga og munu þau meðal annars heimsækja grunnskóla, heilbrigðisstofnanir, fjölbrautaskóla, vinnustaði og sveitabýli auk þess sem haldin verður viðamikil fjölskylduhátíð í íþróttahúsinu á Sauðárkróki að kvöldi mánudagsins þar sem allir íbúar svæðisins eru boðnir velkomnir.

Þá heimsækja forsetahjónin Hóla og fara á Hofsós, meðal annars á byggingarstað fyrirhugaðrar sundlaugar þar sem Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir munu taka fyrstu skóflustunguna. Sundlaugin er gjöf þeirra til íbúa á Hofsósi.

Dagskrá heimsóknar forsetahjóna til Skagafjarðar lýkur á þriðjudag með kvöldverðarfundi um menntamál í héraðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×