Innlent

Þungamiðja búsetu höfuðborgarinnar færist um 71 metra

Þungamiðja búsetu höfuðborgarsvæðisins hefur færst um 71 metra í Fossvogi frá því í fyrra, eða frá Goðalandi 5 til Grundarlands 4.

Þetta leiða nýir útreikningar framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar í ljós. Fram kemur á vef hennar að þungamiðja hafi frá því mælingar hófust árið 2002 verið í Fossvogshverfi og hingað til verið á siglingu austur eftir hverfinu.

Frá því um sama leyti í fyrra hafa orðið þær breytingar að þungamiðjan hefur beygt til suðausturs og færst um 71 metra sem fyrr segir. Framkvæmda- og eignasvið hefur einnig reiknað út þungamiðju búsetu í Reykjavík einni.

Hún var var fyrir ári síðan á þaki Menntaskólans við Sund en hefur færst um 60 metra í suður, alveg að lóðamörkunum við Snekkjuvog.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×