Innlent

Íslendingar láta ekki deigan síga í pilluátinu

Tryggingastofnun ríkisins.
Tryggingastofnun ríkisins.

Lyfjakostnaður hins opinbera jókst um 5% milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Eru helstu áhrif þessa meiri notkun lyfja almennt, tilfærsla yfir í notkun dýrari lyfja og áhrif gengis.

Mest er hækkunin í flokki tauga- og geðlyfja, um 136 milljónir króna, en innan þess flokks eykst kostnaður vegna geðrofslyfja mest, um 64 milljónir eða 15%. Ástæðan er aukin notkun á nýlegu geðrofslyfi en að auki kemur það til að þessi lyf eru í auknum mæli notuð til meðferðar við þunglyndi og þá sem viðbótarmeðferð með öðrum þunglyndislyfjum.

Kostnaður vegna þunglyndislyfja lækkaði hins vegar um 62 milljónir króna þrátt fyrir að notkunin hafi aukist um 3% og er ástæða þessa lækkað verð á mörgum dýrum þunglyndislyfjum. Upplýsingar Tryggingastofnunar byggja á afgreiddum lyfseðlum sem apótek senda stofnuninni með rafrænum hætti. Tölfræðigrunnur stofnunarinnar nær eingöngu til lyfseðilsskyldra lyfja afgreiddra úr apótekum en ekki til lausasölulyfja sem seld eru án lyfseðils eða lyfja sem notuð eru á sjúkrahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×