Innlent

Engin rafmagnsframleiðsla á Nesjavöllum í vikunni

Engin rafmagnsframleiðsla hefur verið á Nesjavöllum síðan um helgina eftir að háspennustrengurinn frá Nesjavöllum brann yfir einhvers staðar á leiðinni til Reykjavíkur.

Orkuveita Reykjavíkur horfir fram á tuga milljóna króna tap vegna viðgerðarkostnaðar og glataðrar orkusölu. Hjörleifur Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að ekki væri gert ráð fyrir að viðgerð á Nesjavallastrengnum ljúki fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku.

Hins vegar getur tekið allt að mánuð að gera við strenginn sem skemmdist í Elliðavoginum í síðustu viku. Vegna atviksins hefur Orkuveitan þurft að skerða orkuafhendingu til Norðuráls.


Tengdar fréttir

Tugmilljónatjón hjá OR vegna bilunar í Nesjavallastreng

Orkuveita Reykjavíkur horfir fram á tugmilljóna króna tjón eftir að háspennustrengurinn frá Nesjavöllum brann yfir einhvers staðar á leiðinni til Reykjavíkur um helgina. Talið er að atvikið megi rekja til bilunar í öðrum streng sem olli rafmagnsleysi í Grafarvogi, Mosfellsbæ og víðar á austurhluta höfuðborgarsvæðisins í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×