Innlent

Viðbúnaður vegna manns á þaki á Kleppsvegi

Lögregla og slökkvilið hafa verið kölluð að fjölbýlishúsi við Kleppsveg þar sem maður er uppi á þaki.

Óttast er að hann missi stjórn á sér og reyni að vinna sér mein. Unnið að því sem stendur að ná honum niður. Körfubíll frá slökkviliðinu var kallaður á vettvang en lítið annað er vitað um málavexti að svo stöddu. Það munu hafa verið íbúar í fjölbýlishúsinu sem tilkynntu um manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×