Innlent

Staða vegamálastjóra ekki auglýst á ný þrátt fyrir tilmæli

Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller.

Kristján Möller samgönguráðherra hyggst ekki draga auglýsingu sína um stöðu vegamálastjóra til baka og auglýsa á nýjan leik þrátt fyrir eindregin tilmæli Bandalags háskólamanna þar að lútandi.

Þau svör fengust í ráðuneytinu að ekki væri ástæða til að auglýsa á nýjan leik en ráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir að þrengja hin almennu hæfisskilyrði fyrir veitingu stöðu nýs vegamálastjóra umfram það sem lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins bjóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×