Innlent

Fór sjálfur niður af þakinu

Maðurinn sem fór upp á þak á fjölbýlishúsi á Kleppsvegi og óttast var að myndi vinna sér mein er kominn niður.

Hann fór niður af sjálfsdáðum og inn í íbúð í húsinu og sakaði ekki. Bæði lögregla og slökkvilið voru kölluð á vettvang til þess að koma í veg fyrir að maðurinn ynni sér mein en hann mun hafa verið í annarlegu ástandi að sögn lögreglu.

Áður en slökkvilið hafði nálgast hann í körfubíl á þakinu fór hann niður og inn í íbúð. Að sögn lögreglu er unnið að því að koma honum til læknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×