Innlent

Búsetuúrræði fyrir 20 heimilislausa

Jóhanna Sigurðardóttir hefur ástæðu til að brosa breitt í kjölfar samstarfsins.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur ástæðu til að brosa breitt í kjölfar samstarfsins.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa ákveðið að efna til samstarfs um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga.

Ráðuneytið mun á næstu þremur árum leggja verkefninu til 85,6 milljónir króna en um er að ræða úrræði fyrir allt að 20 heimilislausa einstaklinga sem hætt hafa neyslu vímuefna en þurfa umtalsverðan stuðning til að ná tökum á lífi sínu. Úrræðinu er ætlað að veita einstaklingum húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu þannig að þeim verði kleift að búa sjálfstætt án vímugjafa og taka virkan þátt í samfélaginu.

Úrræði á borð við þetta hefur lengi vantað, að mati þeirra aðila er að því standa, fyrir fólk sem á að baki margar áfengis- og fíkniefnameðferðir og er ekki í stakk búið til að búa í sjálfstæðri búsetu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×