Fleiri fréttir

BHM ítrekar kröfu um að ráðherra dragi auglýsingu til baka

Bandalag háskólamanna sættir sig ekki við svör Kristjáns L. Möller samgönguráðherra vegna auglýsingar á embætti vegamálastjóra og ítrekar kröfu sína um að ráðherra dragi auglýsinguna til baka. Þá vill bandalagið staðan verði augýst að nýju þannig að gegnsæi sé tryggt og ráðuneytið verði ekki af hæfum umsækjendum.

Telur fjölgun heimilislækna brýna nauðsyn

„Það hefur gengið mjög illa að manna læknastöðurnar þarna undanfarin ár sem er mjög bagalegt,“ sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir um erfiðleika Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands sem fjallað hefur verið um á síðu Vísis í dag.

Engin tengsl á milli Toppverktaka og eiganda Jarðvéla

Verktakafyrirtækið Toppverktakar, sem átti lægsta boð í framkvæmdir á Reykjanesbrautinni, tengist ekki á neinn hátt fyrirtækinu Jarðvélum sem sagði sig frá verkinu fyrir jól og fór á hausinn stuttu seinna.

Meðlimir Steed Lord á slysadeild eftir harðan árekstur í morgun

Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord, Svala Björgvinsdóttir söngkona og bræðurnir Einar, Erling og Eðvarð Egilssynir ásamt föður þeirra Agli Eðvarssyni, upptökustjóra Kastljóssins, voru öll flutt á slysadeild eftir harðan árekstur við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut í morgun.

Foreldrar skipti greiðslum á milli sín

Leikskólaplássum verður fjölgað og ný þjónustuúrræði fyrir börn og foreldra í Reykjavík tekin í gagnið samkvæmt aðgerðaráætlun sem fulltrúar meirihlutans kynntu á leikskólanum Laufásborg í dag.

Framhaldssamkeppni um hönnun óperuhúss

Engin þeirra tillagna sem bárust í samkeppni um hönnun óperuhúss í Kópavogi þótti nógu góð til þess að hún yrði valin ein og sér og því verður efnt til framhaldssamkeppni með þátttöku tveggja aðila sem bestar tillögur lögðu fram.

Sakar sjálfstæðismenn um skemmdarverk á Suðurnesjum

Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi sjálfstæðismenn á þingi harðlega fyrir að vilja skilja í sundur lögreglu, tollgæslu og öryggisgæslu á Suðurnesjum og sakaði þá um skemmdarverk.

Björn væntir þess að samfylkingarmenn átti sig

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist vænta þess að þingmenn Samfylkingarinnar átti sig á því að tillögur hans um breytta skipan hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum séu byggðar á skýrum rökum. Fjölmiðlar hafa flutt af því fregnir að þingmenn Samfylkingarinnar séu mótmæltir tillögum Björns. Hann dregur í efa að þingflokkurinn sé samstiga í málinu og bendir á að samfylkingarmenn í ríkistjórn hafi samþykkt framlagningu frumvarps fjármálaráðherra á tollalögum. Hann segir einnig að tillögur Jóhanns R. Benediktssonar um lausn á þeim vanda sem embættið er í hefðu leitt til uppsagna og uppbrots embættisins.

Vegagerðin ætlar að aðskilja akreinar á Reykjanesbrautinni

Vegagerðin hefur ákveðið að aðskilja akstursstefnur á Reykjanesbrautinni þar sem enn á eftir að tvöfalda. Rauð og hvít gátskilti verða sett upp á allra næstu dögum. þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Mikið hefur verið rætt um slysahættu vegna ónógra merkinga á brautinni í kjölfar þess að Jarðvélar sögðu sig frá verkinu í lok síðasta árs. Síðast í morgun varð alvarlegt umferðarslys á svæðinu.

Kæra hefur ekki formlega verið lögð fram

Sturla Jónsson talsmaður vörubílstjóra mætti í skýrslutöku til lögreglunnar í morgun. Sturla sætir rannsókn fyrir brot sem hafa í för með sér almannahættu en slík brot varða allt að sex ára fangelsi.

Tveir gengust undir aðgerð

Tveir þeirra sem lentu í hörðum árekstri á Reykjanesbrautinni í morgun hafa gengist undir aðgerð. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild fór annar í aðgerð í Fossvogi en hinn á Hringbraut. Tveir aðrir úr slysinu eru á gjörgæslu undir eftirliti og aðrir tveir eru á slysa og bráðadeild og verða í umsjá lækna þar í dag.

Sautján læknar á Höfn komu og fóru

Hornafjörður hefur ekki farið varhluta af þeim læknavandræðum sem hrjá sum sveitarfélög en árið 2006 ræktu alls 17 læknar þrjár stöður heimilislækna sem Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn hefur heimild fyrir.

Ísland hefur svigrúm til að víkja frá hvíldartímareglum

Ísland hefur svigrúm til að víkja frá reglum um að vörubílstjórar taki sér hvíld á fjögurra og hálfs tíma fresti samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins. Rangt er hins vegar, sem vörubílstjórar hafa haldið fram, að reglugerðin nái ekki yfir eyríki eins og Ísland.

„Hvers vegna að gera við það sem ekki er bilað?"

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að þingflokkurinn hafi farið vel yfir hugmyndir dómsmálaráðuneytisins um fyrirhugaða uppskiptingu á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann segir að þar á bæ séu menn sammála um að núverandi fyrirkomulag hafi virkað vel og því þurfi vandaðan rökstuðning fyrir breytingum.

Síminn og Vodafone tilkynni hækkanir fyrir fram

Síminn og Vodafone hafa fallist á tilmæli talsmanns neytenda þess efnis að tilkynna framvegis öllum viðskiptavinum sínum fyrir fram um verðhækkanir og aðrar breytingar á skilmálum sem eru neytendum í óhag.

Tíu vilja í embætti vegamálastjóra

Tíu manns sóttu um embætti vegamálastjóra sem auglýst var nýverið, þar á meðal þrír úr fimm manna yfirstjórn Vegagerðarinnar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri hættir um næstu mánaðamót og var auglýst eftir umsóknum um embættið í síðasta mánuði.

Niðurrif húsa við Mýrargötu hafið

Hafið er niðurrif húsa á slippasvæðinu við Mýrargötu, en þetta verk er hluti þeirra undirbúningsverka sem fylgja þróun og enduruppbyggingu Mýrargötu - Slippasvæðis.

Bjarni vill harðari afstöðu gagnvart Kína vegna Tíbets

Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins vill að íslensk stjórnvöld taki upp harðari afstöðu gegn Kína vegna frelsisbaráttu Tíbeta. Bjarni gagnrýndi málflutning utanríkisráðherra á þingi í gær og kallaði einnig eftir afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í málinu.

Sturla kærður fyrir að raska umferðaröryggi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kæru á hendur Sturlu Jónssyni, talsmanni og leiðtoga vörubílstjóra, vegna aðgerða bílstjóranna undanfarnar tvær vikur.

Sturla mætti einn til skýrslutöku

Sturla Jónsson, talsmaður og leiðtogi vörubílstjóra í mótmælum þeirra undanfarnar vikur, mætti til skýrslutöku hjá lögreglu nú skömmu fyrir klukkan níu.

Umferð hleypt í gegn í hollum á Reykjanesbraut

Lögregla er nú farin að hleypa umferð í hollum framhjá slysstaðnum á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara, þar sem harður árekstur tveggja bíla varð um klukkan hálf sjö í morgun.

Amfetamínsmyglari í þriggja vikna gæsluvarðhald

Rúmlega tvítugur íslenskur karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í allt að þriggja vikna gæsluvarðhald eftir að tollverðir fundu þrjú kíló af amfetamíni í farangri hans við komuna til landsins í fyrradag.

Vill reisa jarðhýsi og bílskúr við Esjuberg

Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hyggst reisa viðbyggingu með niðurgröfnum kjallara og bílskúr við hús sitt á Þingholtsstræti 29a. Samkvæmt uppdráttum arkitektastofunnar Argosar verður nýja byggingin í líkum stíl og gamla húsið sem byggt var árið 1916.

Banaslys á Reykjavíkurflugvelli

Maður á þrítugsaldri lést í kvöld þegar bíll sem hann var að gera við féll á hann. Að sögn lögreglu virðist sem tjakkur hafi gefið sig með þessum hræðilegu afleiðingum. Slysið varð í byggingu á Reykjavíkurflugvelli en tilkynning barst lögreglu á sjöunda tímanum.

120 þúsund króna hjóli stolið í Mosfellsbæ

Aron Emil Sigurðsson, þrettán ára gamall drengur úr Mosfellsbæ, varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að nýlegu 120 þúsund króna fjallahjóli hans var stolið fyrir utan Lágafellskóla í gær. Móðir hans leitar dyrum og dyngjum af hjólinu.

Körfuboltakappi laus úr haldi

Makedónska körfuboltakappanum Dimitar Karadzovski, sem leikið hefur með Stjörnunni, hefur verið sleppt úr haldi. Friðrik Smári Björgvinsson segir að honum hafi verið sleppt að lokinni yfirheyrslum. Hann verður að öllum líkindum kallaður til yfirheyrslu á ný innan tíðar og málið þá klárað, eins og Friðrik orðar það.

Sjá næstu 50 fréttir