Innlent

Vilja námslán greidd út mánaðarlega

Samband íslenskra námsmanna erlendis vill að námsmenn fái lán sín greidd mánaðarlega í staðinn fyrir lok hverrar annar. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ólíðandi að íslenskir námsmenn þurfi að taka á sig miklar gengisbreytingar og framfleyta sér á yfirdráttarlánum með háum vöxtum.

Gengisfall krónunnar hefur bitnað harkalega á íslenskum námsmönnum erlendis. Að sögn framkvæmdastjóra Sambands íslenskra námsmanna erlendis eru námsmenn í Evrópu sumir hverjir að bugast.

Námsmaður í Finnlandi fær tæpar 980 evrur á mánuði frá LÍN. Fyrir vorönn fær hann tæpar 4900 evrur sem samsvarar tæpum 550 þúsund krónum samkvæmt gengi dagsins. Flestir námsmenn lifa á yfirdrætti og fá lán sín greidd í lok annar.

Ef við gefum okkur að evran lækki í júní þegar námslán eru greidd út og verði 95 krónur þá fær námsmáður rúmar 465 þúsund krónur greiddar út í námslán. Eftir stendur yfirdráttarskuld upp á tæpar níutíu þúsund krónur sem námsmaðurinn þarf að greiða úr eigin vasa.

Samband íslenskra námsmanna heldur málþing í Norræna húsinu um málið í hádeginu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×