Innlent

Kostnaður tónleikahaldara eykst um milljónir vegna gengisfalls

Kostnaður tónleikahaldara hefur í sumum tilfellum aukist um milljónir króna vegna gengishruns íslensku krónunnar. Flestir þeirra hafa ákveðið að hækka ekki miðaverð á tónleikum sem búið var að auglýsa en einhverjir tónleikagestir þurfa þó að kafa dýpra í vasa sína.

Fjölmargir erlendir tónlistarmenn hafa boðað komu sína hingað til lands í sumar. Íslenskir tónleikahaldarar, sem sjá um að flytja þá til landsins, finna flestir fyrir gengisfalli krónunnar. Nokkuð er síðan að margir samninganna voru gerðir en í mörgum tilfellum á enn eftir að ganga frá öllum greiðslum.

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Concert, segir kostnaðinn í einhverjum tilfellum aukast um milljónir. Hann telur ekki mögulegt að binda samningana við gengi krónunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×