Fleiri fréttir Byrjar að mjólka aftur fáum mánuðum eftir fjósbruna Endurreisn fjóssins á Stærra-Árskógi er hafin af fullum krafti. Bóndinn á bænum stefnir að því að hefja mjaltir strax í næsta mánuði. 10.1.2008 12:40 Telur rökstuðning iðnaðarráðherra faglegan Ingibjörg sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir rökstuðning iðnaðarráðherra fyrir ráðningu ferðamálastjóra og orkumálastjóra faglegan. 10.1.2008 12:09 Segja útskýringar bæjarstjóra fyrirslátt Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði segja útskýringar Lúðvíks Geirssonar á lækkun fasteignaskatta vegna breyttra forsendna fyrirslátt. 10.1.2008 12:03 Ásmundur tekur við kjaradeilu Kjaradeilu stærstu launaþegasamtaka landsins var vísað til ríkissáttasemjara í morgun. Verkalýðsforingjar segja að kveikiþráðurinn sé orðinn stuttur og að ekki verði beðið lengi með auknar þrýstiaðgerðir á atvinnurekendur. 10.1.2008 12:00 Grunaður um fíkniefnaakstur Nú á níunda tímanum í morgun stöðvaði lögreglan á Vestfjörðum, í almennu umferðareftirliti, ungann ökumann. Þetta var í miðbæ Ísafjarðar. Sá reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. Auk þessa vaknaði grunur hjá lögreglu um að ökumaðurinn hafi nýlega neytt fíkniefna og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. 10.1.2008 11:37 Árni: Umsögn dómnefndar gölluð og ógagnsæ Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands gallaða og að hún hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. 10.1.2008 11:26 Kertabrunum fækkar umtalsvert Umfjöllun í fjölmiðlum og auglýsingaherferðir hafa skilað frábærum árangri til fækkunar kertabrunum um jólahátíðina á síðustu árum. Þetta segir Einar Guðmundsson forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár. Samkvæmt upplýsingum úr tjónatölum tryggingafélagsins hefur þeim fækkað jafnt og þétt frá árinu 2000. 10.1.2008 11:19 Félag um innflutning á holdanautum lagt niður Eignarhaldsfélagið Nautastöð Landssambands kúabænda, sem áður sinnti innflutningi á erfðaefni úr nautgripum, hefur verið lagt niður. 10.1.2008 11:12 Lækka fasteignaskatta í Hafnarfirði Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra um að lækka álagningarstofna fasteignagjalda fyrir árið 2008 til bæjarstjórnar. 10.1.2008 10:32 Dómsmálaráðherra gagnrýnir skipulagsmál í borginni Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar á heimasíðu sinni um húsafriðunarmálið á Laugaveginum og segir að stjórnsýsla í skipulags- og byggingarmálum Reykjavíkurborgar sé hvorki markviss né skilvirk. 10.1.2008 10:13 Bjarni Sæmundsson í loðnumælingar í stað Árna Friðrikssonar Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hélt í gær frá Reykjavíka til mælinga á stærð loðnustofnsins úti fyrir Austur-, Norðaustur- og Norðurlandi. 10.1.2008 09:40 LEB sakar heilbrigðisráðherra um sjónhverfingar Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara kallar ákvörðun heilbrigðisráðherra um breytingar á komugjöldum á sjúkrastofnanir sjónhverfingar og skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína. 10.1.2008 09:01 Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys Karlmaður, sem fluttur var alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í gær, er haldið sofandi á gjörgæslu. 10.1.2008 07:57 Braut sér leið úr brennandi húsi Íbúi í parhúsi á Hvanneyri í Borgarfirði braut sér leið út um glugga, þegar eldur kom upp í húsinu laust fyrir klukkan fimm í nótt. 10.1.2008 07:06 Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til sáttasemjara. „Við fengum svar um að ríkisstjórnin ætlaði ekki að koma til móts við okkur um persónuafsláttinn og það eru okkur slæmar fréttir," segir Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins 9.1.2008 22:36 Aldrei minna veitt af rjúpu Aldrei hefur verið veitt minna af rjúpum á Íslandi en nú í haust, ef undanskilin eru þau ár þegar rjúpnaveiði hefur verið bönnuð. Þetta kemur fram í könnun á rjúpnaveiði sem Skotveiðifélag Íslands hefur gert á meðal félagsmanna. 9.1.2008 21:49 Íhuguðu að segja af sér Dómnefndin sem fengin var til þess að meta hæfi umsækjenda um stöðu héraðsdómara við héraðsdóm norðulands eystra íhugaði að segja af sér vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 9.1.2008 18:33 Margir draga að henda jólatrénu Þótt jólin séu liðin draga margir það í lengstu lög að taka niður jólaskreytingarnar. Þetta vita engir betur en þeir borgarstarfsmenn sem aka þessa dagana um götur Reykjavíkur og hirða upp jólatrén. 9.1.2008 18:45 Segir rökstuðning ráðherra vera ósannfærandi Rökstuðningur ráðherra vegna skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara er ósannfærandi að mati Sigurðar Línda, lagaprófessors. Hann segir nauðsynlegt að taka reglur um skipan dómara til endurskoðunar. 9.1.2008 18:45 Þjóðarsátt fyrir bí og harka hlaupin í kjaraviðræður Verkalýðshreyfingin segir tilraun til þjóðarsáttar í kjarasamningum fyrir bí eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögu um sérstakan persónuafslátt á lægstu laun og hótar því að kjarabætur verði nú sóttar af meiri hörku í garð atvinnurekenda. Hækkun fasteignaskatta sveitarfélaga hefur einnig hleypt illu blóði í kjaraviðræður. 9.1.2008 18:30 Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys Karlmaður, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í dag, er haldið sofandi á gjörgæslu. 9.1.2008 18:11 Fór úr lið í hálkunni í gær Tólf ára drengur féll illa í hálkunni í Kópavogi laust eftir hádegi í gær. Í fyrstu var talið að hann hefði fótbrotnað en svo reyndist þó ekki vera en drengurinn fór úr lið eftir því sem segir í frétt lögreglunnar. 9.1.2008 16:57 Slasaðist alvarlega í árekstri jepplings og vörubíls Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með mann til Reykjavíkur sem slasaðist alvarlega í árekstri jepplings og vörubifreiðar á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu um þrjúleytið í dag. 9.1.2008 16:44 Fundu fíkniefni og byssur í húsleit Lögregla fann í gær meint fíkniefni, riffil og haglabyssu heima hjá tæplega þrítugum manni sem hún hafði afskipti af. 9.1.2008 16:29 Framsókn fyllir nefndir á kostnað frjálslyndra Vægi frjálslynda flokksins í ráðum og nefndum borgarinnar er í engu samræmi við niðurstöður síðustu borgarstjórnarkosninga þegar flokkurinn hlaut um 10 prósenta fylgi. 9.1.2008 16:11 Samið við bandarískt fyrirtæki um lagningu DANICE-strengsins Eignarhaldsfélagið Farice hefur samið við bandaríska fyrirtækið Tyco Telecommunications um að hanna, framleiða og leggja hinn svokallaða DANICE-ljósleiðarasæstreng frá Íslandi til Danmerkur. 9.1.2008 15:55 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss Þyrlan Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Laugabakka í Húnavatnssýslu þar sem alvarlegt umferðarslys varð fyrir stundu. Litlar upplýsingar er að fá að svo stöddu en svo virðist sem tveir bílar hafi skollið saman. 9.1.2008 15:44 Rúmlega fjórðungi fleiri útköll hjá flugdeild Gæslunnar Útköll þyrlna og flugvélar Landhelgisgæslunnar voru 28 prósentum fleiri á síðasta ári en árið 2006 eftir því sem segir í tilkynningu gæslunnar. 9.1.2008 15:15 Afskrá fjögur ökutæki á klukkustund Nærri átta þúsund úrsérgengnum ökutækjum var skila til úrvinnslu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og árin tvö þar á undan. 9.1.2008 14:24 Nýr samningur um menningarmál á Austurlandi Menntamálaráðherra, iðnaðarráðherra og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi undirrituðu í dag þriggja ára samning um samstarf ríkis og allra níu sveitarfélaganna á Austurlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu 9.1.2008 13:52 Undirbúningur að tvöföldun vegar á Kjalarnesi hefjist strax Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi telur að hefjast eigi nú þegar handa við að tvöfalda þjóðveg 1 á Kjalarnesi því þegar sé búið að tryggja fé til verksins. 9.1.2008 13:01 Rætt um aukna fjárþörf Hafró vegna loðnuleitar Ríkisstjórnin fjallaði í gær um aukna fjárþörf Hafrannsóknastofnunar vegna viðleitni hennar til að átta sig á loðnustofninum. 9.1.2008 12:45 Segir tillögur um takmarkanir á uppgreiðslugjöldum litlu skipta Fjármálaráðgjafi segir tillögur viðskiptaráðherra um takmarkanir á álagningu uppgreiðslugjalda lána á breytilegum vöxtum litlu skipta því enginn banki hérlendis fari fram á uppgreiðslugjald á slíkum lánum. Niðurfelling seðilgjalda skipti neytandann hins vegar miklu fari öll fjármálafyrirtæki eftir því. 9.1.2008 12:25 Mál Gunnars Wathne tekið fyrir í Bandaríkjunum Gunnar Stefán Wathne, Íslendingur sem grunaður er um peningaþvætti í Bandaríkjunum, kom fyrir dóm í Newark í New Jersey á mánudag. Þar var honum birt ákæra í málinu. 9.1.2008 12:19 Laugavegshúsin ekki á borð ráðherra fyrr en eftir tvær vikur Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, segir tilmæli nefndarinnar um að húsin á Laugavegi 4 og 6 verði friðuð muni ekki koma inn á borð menntamálaráðherra fyrr en eftir tvær vikur. Á fundi nefndarinnar í gær var ákveðið að vinna að tillögu þess efnis að húsin verði friðuð og í því ferli felst meðal annars að gefa eigendum húsanna færi á því að gera athugasemdir við tilmælin. Þeir hafa tvær vikur til þess að bregðast við. 9.1.2008 12:17 Hækkun fasteignaskatta slæm fyrir kjaraviðræður Hækkun fasteignaskatta nú um áramót er slæmt innlegg í kjaraviðræður og áformar verkalýðsforystan að krefjast þess að sveitarfélögin falli frá skattahækkuninni. 9.1.2008 12:04 Farið yfir það innan borgarkerfisins hvaða þýðingu tilmæli hafa Verið er að fara yfir það innan borgarkerfisins hvaða þýðingu tilmæli Húsafriðunarnefndar til menntamálaráðherra um friðun Laugavegar 4 og 6 hefur fyrir borgina. Að sögn Guðmundar Steingrímssonar, aðstoðarmanns borgarstjóra, vill borgarstjóri bíða niðurstöðu þeirrar yfirferðar áður en hann tjáir sig frekar um málið. 9.1.2008 11:56 Líftími reykskynjara um 10 ár Líftími reykskynjara er almennt um 10 ár og þarf að skipta þeim út fyrir nýja að endingartíma loknum. Á þetta bendir Öryggismiðstöðin í tilkynningu sem send er út vegna tíðra og válegra eldsvoða að undanförnu. 9.1.2008 11:24 45 daga fangelsi fyrir húsbrot og árás á konu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 45 daga fangelsi, sem skilorðsbundið er til tveggja ára, fyrir að hafa ruðst inn í hús óboðinn og ráðist á konu sem þar var gestkomandi. 9.1.2008 11:10 Stefán Ólafsson er nýr stjórnarformaður TR Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, stjórnarformann Tryggingarstofnunar ríkisins en stofnunin heyrir nú undir félags- og tryggingamálaráðuneytið. 9.1.2008 09:33 Réttindalaus á bíl um borð í Herjólfi Lögreglulmenn frá Selfossi gripu nýverið réttindalausann ökumann um borð í Herjólfi þar sem skipið lá við bryggju í Þorlákshöfn. 9.1.2008 09:07 Flugeldaóðir unglingar í Grindavík Lögreglan á Suðurnesjum var hvað eftir annað kölluð út í gærkvöldi vegna þess að unglingar í Grindavík voru að sprengja flugelda og heimatilbúnar sprengjur. 9.1.2008 08:40 Þjófur gripinn í lyfjaleit á tannlæknastofu Lögreglumenn gripu innbrotsþjóf glóðvolgann, þar sem hann var að leita lyfja í tannlæknisstofu í Mjódd í Reykjavík í nótt. 9.1.2008 08:36 Lögreglan lýsir enn eftir 17 ára dreng Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Hans Aðalsteini Helgasyni. Hann er 17 ára, 183 sentímetrar á hæð, snoðklipptur, klæddur í gallabuxur og hvíta hettupeysu og í svörtum hjólabrettaskóm. Hans er saknað síðan á laugardag. 9.1.2008 07:06 Almenningur gæti tapað hundruðum milljóna Eigendur Kaupangs, einkahlutafélagsins sem á húsin að Laugavegi 4-6 og byggingarrétt á lóðinni, segja að ef ákvörðun verði tekin um að friða húsin muni það leiða til þess að fjárfesting og kostnaður sem nemi hundruðum milljóna króna ónýtist og bótaskylda skapist sem lendi á skattgreiðendum. 8.1.2008 21:04 Sjá næstu 50 fréttir
Byrjar að mjólka aftur fáum mánuðum eftir fjósbruna Endurreisn fjóssins á Stærra-Árskógi er hafin af fullum krafti. Bóndinn á bænum stefnir að því að hefja mjaltir strax í næsta mánuði. 10.1.2008 12:40
Telur rökstuðning iðnaðarráðherra faglegan Ingibjörg sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir rökstuðning iðnaðarráðherra fyrir ráðningu ferðamálastjóra og orkumálastjóra faglegan. 10.1.2008 12:09
Segja útskýringar bæjarstjóra fyrirslátt Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði segja útskýringar Lúðvíks Geirssonar á lækkun fasteignaskatta vegna breyttra forsendna fyrirslátt. 10.1.2008 12:03
Ásmundur tekur við kjaradeilu Kjaradeilu stærstu launaþegasamtaka landsins var vísað til ríkissáttasemjara í morgun. Verkalýðsforingjar segja að kveikiþráðurinn sé orðinn stuttur og að ekki verði beðið lengi með auknar þrýstiaðgerðir á atvinnurekendur. 10.1.2008 12:00
Grunaður um fíkniefnaakstur Nú á níunda tímanum í morgun stöðvaði lögreglan á Vestfjörðum, í almennu umferðareftirliti, ungann ökumann. Þetta var í miðbæ Ísafjarðar. Sá reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. Auk þessa vaknaði grunur hjá lögreglu um að ökumaðurinn hafi nýlega neytt fíkniefna og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. 10.1.2008 11:37
Árni: Umsögn dómnefndar gölluð og ógagnsæ Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands gallaða og að hún hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. 10.1.2008 11:26
Kertabrunum fækkar umtalsvert Umfjöllun í fjölmiðlum og auglýsingaherferðir hafa skilað frábærum árangri til fækkunar kertabrunum um jólahátíðina á síðustu árum. Þetta segir Einar Guðmundsson forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár. Samkvæmt upplýsingum úr tjónatölum tryggingafélagsins hefur þeim fækkað jafnt og þétt frá árinu 2000. 10.1.2008 11:19
Félag um innflutning á holdanautum lagt niður Eignarhaldsfélagið Nautastöð Landssambands kúabænda, sem áður sinnti innflutningi á erfðaefni úr nautgripum, hefur verið lagt niður. 10.1.2008 11:12
Lækka fasteignaskatta í Hafnarfirði Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra um að lækka álagningarstofna fasteignagjalda fyrir árið 2008 til bæjarstjórnar. 10.1.2008 10:32
Dómsmálaráðherra gagnrýnir skipulagsmál í borginni Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar á heimasíðu sinni um húsafriðunarmálið á Laugaveginum og segir að stjórnsýsla í skipulags- og byggingarmálum Reykjavíkurborgar sé hvorki markviss né skilvirk. 10.1.2008 10:13
Bjarni Sæmundsson í loðnumælingar í stað Árna Friðrikssonar Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hélt í gær frá Reykjavíka til mælinga á stærð loðnustofnsins úti fyrir Austur-, Norðaustur- og Norðurlandi. 10.1.2008 09:40
LEB sakar heilbrigðisráðherra um sjónhverfingar Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara kallar ákvörðun heilbrigðisráðherra um breytingar á komugjöldum á sjúkrastofnanir sjónhverfingar og skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína. 10.1.2008 09:01
Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys Karlmaður, sem fluttur var alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í gær, er haldið sofandi á gjörgæslu. 10.1.2008 07:57
Braut sér leið úr brennandi húsi Íbúi í parhúsi á Hvanneyri í Borgarfirði braut sér leið út um glugga, þegar eldur kom upp í húsinu laust fyrir klukkan fimm í nótt. 10.1.2008 07:06
Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til sáttasemjara. „Við fengum svar um að ríkisstjórnin ætlaði ekki að koma til móts við okkur um persónuafsláttinn og það eru okkur slæmar fréttir," segir Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins 9.1.2008 22:36
Aldrei minna veitt af rjúpu Aldrei hefur verið veitt minna af rjúpum á Íslandi en nú í haust, ef undanskilin eru þau ár þegar rjúpnaveiði hefur verið bönnuð. Þetta kemur fram í könnun á rjúpnaveiði sem Skotveiðifélag Íslands hefur gert á meðal félagsmanna. 9.1.2008 21:49
Íhuguðu að segja af sér Dómnefndin sem fengin var til þess að meta hæfi umsækjenda um stöðu héraðsdómara við héraðsdóm norðulands eystra íhugaði að segja af sér vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 9.1.2008 18:33
Margir draga að henda jólatrénu Þótt jólin séu liðin draga margir það í lengstu lög að taka niður jólaskreytingarnar. Þetta vita engir betur en þeir borgarstarfsmenn sem aka þessa dagana um götur Reykjavíkur og hirða upp jólatrén. 9.1.2008 18:45
Segir rökstuðning ráðherra vera ósannfærandi Rökstuðningur ráðherra vegna skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara er ósannfærandi að mati Sigurðar Línda, lagaprófessors. Hann segir nauðsynlegt að taka reglur um skipan dómara til endurskoðunar. 9.1.2008 18:45
Þjóðarsátt fyrir bí og harka hlaupin í kjaraviðræður Verkalýðshreyfingin segir tilraun til þjóðarsáttar í kjarasamningum fyrir bí eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögu um sérstakan persónuafslátt á lægstu laun og hótar því að kjarabætur verði nú sóttar af meiri hörku í garð atvinnurekenda. Hækkun fasteignaskatta sveitarfélaga hefur einnig hleypt illu blóði í kjaraviðræður. 9.1.2008 18:30
Haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílslys Karlmaður, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans, eftir bílslys á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í dag, er haldið sofandi á gjörgæslu. 9.1.2008 18:11
Fór úr lið í hálkunni í gær Tólf ára drengur féll illa í hálkunni í Kópavogi laust eftir hádegi í gær. Í fyrstu var talið að hann hefði fótbrotnað en svo reyndist þó ekki vera en drengurinn fór úr lið eftir því sem segir í frétt lögreglunnar. 9.1.2008 16:57
Slasaðist alvarlega í árekstri jepplings og vörubíls Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með mann til Reykjavíkur sem slasaðist alvarlega í árekstri jepplings og vörubifreiðar á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu um þrjúleytið í dag. 9.1.2008 16:44
Fundu fíkniefni og byssur í húsleit Lögregla fann í gær meint fíkniefni, riffil og haglabyssu heima hjá tæplega þrítugum manni sem hún hafði afskipti af. 9.1.2008 16:29
Framsókn fyllir nefndir á kostnað frjálslyndra Vægi frjálslynda flokksins í ráðum og nefndum borgarinnar er í engu samræmi við niðurstöður síðustu borgarstjórnarkosninga þegar flokkurinn hlaut um 10 prósenta fylgi. 9.1.2008 16:11
Samið við bandarískt fyrirtæki um lagningu DANICE-strengsins Eignarhaldsfélagið Farice hefur samið við bandaríska fyrirtækið Tyco Telecommunications um að hanna, framleiða og leggja hinn svokallaða DANICE-ljósleiðarasæstreng frá Íslandi til Danmerkur. 9.1.2008 15:55
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss Þyrlan Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Laugabakka í Húnavatnssýslu þar sem alvarlegt umferðarslys varð fyrir stundu. Litlar upplýsingar er að fá að svo stöddu en svo virðist sem tveir bílar hafi skollið saman. 9.1.2008 15:44
Rúmlega fjórðungi fleiri útköll hjá flugdeild Gæslunnar Útköll þyrlna og flugvélar Landhelgisgæslunnar voru 28 prósentum fleiri á síðasta ári en árið 2006 eftir því sem segir í tilkynningu gæslunnar. 9.1.2008 15:15
Afskrá fjögur ökutæki á klukkustund Nærri átta þúsund úrsérgengnum ökutækjum var skila til úrvinnslu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og árin tvö þar á undan. 9.1.2008 14:24
Nýr samningur um menningarmál á Austurlandi Menntamálaráðherra, iðnaðarráðherra og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi undirrituðu í dag þriggja ára samning um samstarf ríkis og allra níu sveitarfélaganna á Austurlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu 9.1.2008 13:52
Undirbúningur að tvöföldun vegar á Kjalarnesi hefjist strax Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi telur að hefjast eigi nú þegar handa við að tvöfalda þjóðveg 1 á Kjalarnesi því þegar sé búið að tryggja fé til verksins. 9.1.2008 13:01
Rætt um aukna fjárþörf Hafró vegna loðnuleitar Ríkisstjórnin fjallaði í gær um aukna fjárþörf Hafrannsóknastofnunar vegna viðleitni hennar til að átta sig á loðnustofninum. 9.1.2008 12:45
Segir tillögur um takmarkanir á uppgreiðslugjöldum litlu skipta Fjármálaráðgjafi segir tillögur viðskiptaráðherra um takmarkanir á álagningu uppgreiðslugjalda lána á breytilegum vöxtum litlu skipta því enginn banki hérlendis fari fram á uppgreiðslugjald á slíkum lánum. Niðurfelling seðilgjalda skipti neytandann hins vegar miklu fari öll fjármálafyrirtæki eftir því. 9.1.2008 12:25
Mál Gunnars Wathne tekið fyrir í Bandaríkjunum Gunnar Stefán Wathne, Íslendingur sem grunaður er um peningaþvætti í Bandaríkjunum, kom fyrir dóm í Newark í New Jersey á mánudag. Þar var honum birt ákæra í málinu. 9.1.2008 12:19
Laugavegshúsin ekki á borð ráðherra fyrr en eftir tvær vikur Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, segir tilmæli nefndarinnar um að húsin á Laugavegi 4 og 6 verði friðuð muni ekki koma inn á borð menntamálaráðherra fyrr en eftir tvær vikur. Á fundi nefndarinnar í gær var ákveðið að vinna að tillögu þess efnis að húsin verði friðuð og í því ferli felst meðal annars að gefa eigendum húsanna færi á því að gera athugasemdir við tilmælin. Þeir hafa tvær vikur til þess að bregðast við. 9.1.2008 12:17
Hækkun fasteignaskatta slæm fyrir kjaraviðræður Hækkun fasteignaskatta nú um áramót er slæmt innlegg í kjaraviðræður og áformar verkalýðsforystan að krefjast þess að sveitarfélögin falli frá skattahækkuninni. 9.1.2008 12:04
Farið yfir það innan borgarkerfisins hvaða þýðingu tilmæli hafa Verið er að fara yfir það innan borgarkerfisins hvaða þýðingu tilmæli Húsafriðunarnefndar til menntamálaráðherra um friðun Laugavegar 4 og 6 hefur fyrir borgina. Að sögn Guðmundar Steingrímssonar, aðstoðarmanns borgarstjóra, vill borgarstjóri bíða niðurstöðu þeirrar yfirferðar áður en hann tjáir sig frekar um málið. 9.1.2008 11:56
Líftími reykskynjara um 10 ár Líftími reykskynjara er almennt um 10 ár og þarf að skipta þeim út fyrir nýja að endingartíma loknum. Á þetta bendir Öryggismiðstöðin í tilkynningu sem send er út vegna tíðra og válegra eldsvoða að undanförnu. 9.1.2008 11:24
45 daga fangelsi fyrir húsbrot og árás á konu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 45 daga fangelsi, sem skilorðsbundið er til tveggja ára, fyrir að hafa ruðst inn í hús óboðinn og ráðist á konu sem þar var gestkomandi. 9.1.2008 11:10
Stefán Ólafsson er nýr stjórnarformaður TR Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, stjórnarformann Tryggingarstofnunar ríkisins en stofnunin heyrir nú undir félags- og tryggingamálaráðuneytið. 9.1.2008 09:33
Réttindalaus á bíl um borð í Herjólfi Lögreglulmenn frá Selfossi gripu nýverið réttindalausann ökumann um borð í Herjólfi þar sem skipið lá við bryggju í Þorlákshöfn. 9.1.2008 09:07
Flugeldaóðir unglingar í Grindavík Lögreglan á Suðurnesjum var hvað eftir annað kölluð út í gærkvöldi vegna þess að unglingar í Grindavík voru að sprengja flugelda og heimatilbúnar sprengjur. 9.1.2008 08:40
Þjófur gripinn í lyfjaleit á tannlæknastofu Lögreglumenn gripu innbrotsþjóf glóðvolgann, þar sem hann var að leita lyfja í tannlæknisstofu í Mjódd í Reykjavík í nótt. 9.1.2008 08:36
Lögreglan lýsir enn eftir 17 ára dreng Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Hans Aðalsteini Helgasyni. Hann er 17 ára, 183 sentímetrar á hæð, snoðklipptur, klæddur í gallabuxur og hvíta hettupeysu og í svörtum hjólabrettaskóm. Hans er saknað síðan á laugardag. 9.1.2008 07:06
Almenningur gæti tapað hundruðum milljóna Eigendur Kaupangs, einkahlutafélagsins sem á húsin að Laugavegi 4-6 og byggingarrétt á lóðinni, segja að ef ákvörðun verði tekin um að friða húsin muni það leiða til þess að fjárfesting og kostnaður sem nemi hundruðum milljóna króna ónýtist og bótaskylda skapist sem lendi á skattgreiðendum. 8.1.2008 21:04