Innlent

Rúmlega fjórðungi fleiri útköll hjá flugdeild Gæslunnar

MYND/Vilhelm

Útköll þyrlna og flugvélar Landhelgisgæslunnar voru 28 prósentum fleiri á síðasta ári en árið 2006 eftir því sem segir í tilkynningu gæslunnar.

Þar kemur fram að útköllin hafi verið 182 í fyrra en þau voru 142 árið á undan. Bent er á að frá árinu 2004 og fram til síðasta árs hafi útköllum fjölgað jafnt, eða um ellefu prósent á ári.

Af þessum 182 útköllum á síðasta ári voru 76 útköll á láglendi, 54 útköll í óbyggðir og 52 útköll á sjó, þar af 6 lengra út en 150 sjómílur. 121 maður var fluttur í útköllunum 182.

Ekki tengjast öll útköll flutningi fólks þar sem oft er um að ræða leitarflug eða annars konar aðstoð. Aukningin er nokkuð jöfn í útköllum í leit og björgun annars vegar og sjúkraflutningum hins vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×