Innlent

Braut sér leið úr brennandi húsi

Íbúi í parhúsi á Hvanneyri í Borgarfirði braut sér leið út um glugga, þegar eldur kom upp í húsinu laust fyrir klukkan fimm í nótt.

Við það skarst maðurinn á höndum og var fluttur á heilsugæslustöðina í Borgrnesi, en ekki voru fleiri í húsinu. Slökkviliðið á Hvanneyri kom fljótt á staðinn og slökkti eldinn, sem logaði aðallega í einu herbergi, en reykur barst um allt húsið.

Ekkert tjón varð í áföstu húsi. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×