Innlent

Bjarni Sæmundsson í loðnumælingar í stað Árna Friðrikssonar

Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hélt í gær frá Reykjavíka til mælinga á stærð loðnustofnsins úti fyrir Austur-, Norðaustur- og Norðurlandi.

Fram kemur í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar að til hafi staðið að rannsóknarskipið Árni Friðriksson færi til mælinga á mánudag en bilun kom upp í vélbúnaði þannig að ekki var unnt að senda hann í verkefnið.

Meginmarkið fararinnar er að mæla veiðistofn loðnunnar en bráðabirgðakvóti fyrir vertíð var settur á grundvelli mælinga á ungloðnu haustið 2006 en sú ráðgjöf er mikilli óvissu háð að sögn Hafró. Því sé mikilvægt að ná sem fyrst mælingu á kynþroska hluta loðnustofnsins en sá hluti stofnsins mun halda uppi veiði á yfirstandandi vetrarvertíð.

Bjarni mun stunda mælingar næstu daga en framhaldið ræðst af því hvernig aðstæður á miðunum verða og hvernig til tekst við mælingarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×