Innlent

Segir tillögur um takmarkanir á uppgreiðslugjöldum litlu skipta

Fjármálaráðgjafi segir tillögur viðskiptaráðherra um takmarkanir á álagningu uppgreiðslugjalda lána á breytilegum vöxtum litlu skipta því enginn banki hérlendis fari fram á uppgreiðslugjald á slíkum lánum. Niðurfelling seðilgjalda skipti neytandann hins vegar miklu fari öll fjármálafyrirtæki eftir því.

Viðskiptaráðherra tilkynnti nýlega tillögur um niðurfellingu seðilgjalda og takmarkanir á uppgreiðslugjöldum lána á breytilegum vöxtum. Seðilgjöld eru óheimil nema um þau gildi samningar.

Ingólfur Ingólfsson fjármálaráðgjafi segir niðurfellingu seðilgjalda af hinu góða fari öll fyrirtæki eftir því. Hins vegar sé einfalt fyrir fyrirtæki að breyta samningsskilmálum sínum og setja gjöld þar inn í formi seðilgjalda sem neytandinn taki ekki eftir.

Hvað uppgreiðslugjöldin varðar segir Ingólfur tillögur viðskiptaráðherra litlu breyta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×