Innlent

Slasaðist alvarlega í árekstri jepplings og vörubíls

MYND/GVA

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með mann til Reykjavíkur sem slasaðist alvarlega í árekstri jepplings og vörubifreiðar á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu um þrjúleytið í dag.

Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var ökumaður jepplingsins, sem var einn á ferð, að beygja inn á þjóðveginn af afleggjaranum að Svertingsstöðum en fór í veg fyrir vörubifreiðina sem hafnaði aftan á jepplingnum.

Við það kastaðist jepplingurinn út af og slasaðist ökumaðurinn alvarlega. Ökumann vörubifreiðarinnar mun ekki hafa sakað en báðir bílarnir eru óökufærir eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×