Innlent

Lækka fasteignaskatta í Hafnarfirði

MYND/Valli

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra um að lækka álagningarstofna fasteignagjalda fyrir árið 2008 til bæjarstjórnar.

Samkvæmt tillögunni er þetta gert í ljósi þess að fasteignamat á húsnæði í Hafnarfirði hefur hækkað nokkuð umfram það sem forsendur fjárhagsáætlunar þessa árs gerður ráð fyrir.

Þannig mun fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði til að mynda lækka úr 0,27 prósentum í 0,24 prósent og vatnsgjald um 0,04 prósentustig. Enn fremur lækkar fasteignagjald af atvinnuhúsnæði úr 0,163 prósentum í 0,160 prósent og vatnsgjald úr 0,119 prósentum í 0,115.

Segir í tillögunni að með þessum breytingum og lækkun á áður samþykktum álagningarstofnum verði um beina raunlækkun að ræða á fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis frá árinu 2007 og breyting á þjónustugjöldum sé vel innan við almenna verðlagsþróun á nýliðnu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×