Innlent

Aldrei minna veitt af rjúpu

Meðalveiði var 2,57 fuglar.
Meðalveiði var 2,57 fuglar.

Aldrei hefur verið veitt minna af rjúpum á Íslandi en nú í haust, ef undanskilin eru þau ár þegar rjúpnaveiði hefur verið bönnuð. Þetta kemur fram í könnun á rjúpnaveiði sem Skotveiðifélag Íslands hefur gert á meðal félagsmanna.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meðalveiði á hvern veiðimann á ár voru 2.57 fuglar, en 8% þeirra veiddu meira en 10 rjúpur. Sá sem veiddi mest fékk 18 rjúpur. Ríflega 55% félagsmanna Skotvís gengu til rjúpna nú í haust. Þeir félagsmenn sem gengu til rjúpna vörðu að meðaltali 2.6 dögum til veiða. Fjöldi þeirra sem fóru til veiða en fengu ekki fugl var 13%. Þá segir Skotvís það ljóst að sölubann á rjúpu virki. Neysla á rjúpu hafi snarminnkað og rjúpur hafi nú lítið vægi í jólamat landsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×