Innlent

Fór úr lið í hálkunni í gær

MYND/Róbert

Tólf ára drengur féll illa í hálkunni í Kópavogi laust eftir hádegi í gær. Í fyrstu var talið að hann hefði fótbrotnað en svo reyndist þó ekki vera en drengurinn fór úr lið eftir því sem segir í frétt lögreglunnar.

Skömmu síðar skarst maður illa á fingri þegar hann var við vinnu sína í Hafnarfirði og um kaffileytið datt karl á miðjum aldri í Kópavogi. Maðurinn, sem var að stíga út úr vinnuvél þegar óhappið varð, meiddist í baki og var fluttur á slysadeild. Karl á svipuðum aldri meiddist einnig þegar hann datt við vinnu sína í Vogahverfinu. Maðurinn reif vöðva í læri og fékk skurð á fingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×