Innlent

Dómsmálaráðherra gagnrýnir skipulagsmál í borginni

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar á heimasíðu sinni um húsafriðunarmálið á Laugaveginum og segir að stjórnsýsla í skipulags- og byggingarmálum Reykjavíkurborgar sé hvorki markviss né skilvirk.

"Þá sé sjálfstæði sveitarfélaga orðin tóm, ef sérfræðinganefnd getur vísað ákvörðunum um húsaraðir í hjarta sveitarfélags til ákvörðunar ráðherra - og það eftir að allar stofnanir sveitarfélagsins hafa komist að annarri niðurstöðu en sérfræðinganefndin. Hin pólitíska ábyrgð á slíkum skipulagsþáttum á að sjálfsögðu að hvíla á viðkomandi sveitarstjórn, svo að unnt sé að kalla hana til ábyrgðar í kosningum", segir Björn Bjarnason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×