Innlent

Grunaður um fíkniefnaakstur

Nú á níunda tímanum í morgun stöðvaði lögreglan á Vestfjörðum, í almennu umferðareftirliti, ungann ökumann. Þetta var í miðbæ Ísafjarðar. Sá reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. Auk þessa vaknaði grunur hjá lögreglu um að ökumaðurinn hafi nýlega neytt fíkniefna og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð.

Við sýnatöku úr manninum komu fram upplýsingar er renna enn frekari stoðum undir grun lögreglunnar um inntöku fíkniefna. Manninum hefur nú verið sleppt, en jafnframt gert að hætta akstri. Viðeigandi sýni verða send til nánari rannsóknar, m.t.t. aksturs undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan hefur áður haft afskipti af þessum sama manni vegna fíkniefnamáls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×