Innlent

Stefán Ólafsson er nýr stjórnarformaður TR

MYND/GVA

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, stjórnarformann Tryggingarstofnunar ríkisins en stofnunin heyrir nú undir félags- og tryggingamálaráðuneytið.

Fram kemur á vef ráðuneytisins að auk Stefáns sitji þau Kristinn Jónasson, Margrét S. Einarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigursteinn Másson í stjórn TR. Stjórnin hefur það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi Tryggingastofnunar og gæta þess að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×