Innlent

Íhuguðu að segja af sér

Pétur Kr. Hafstein er formaður dómnefndar.
Pétur Kr. Hafstein er formaður dómnefndar.

Dómnefndin sem fengin var til þess að meta hæfi umsækjenda um stöðu héraðsdómara við héraðsdóm norðulands eystra íhugaði að segja af sér vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra.

Þetta kemur fram í greinargerð sem dómnefndin hefur sent frá sér en hana sendi nefndin frá sér vegna umræðu um skipan Þorsteins Davíðssonar í embættið.

Í dómnefndinni sátu Pétur Kr. Hafstein, Eggert Óskarsson og Bjarni S. Ásgeirsson en Lára V Júlíusdóttir sem er í nefndinni vék sæti í þessu máli.

Árni Mathiesen tók sæti dómsmálaráðherra þar sem einn umsækjenda, Þorsteinn Davíðsson, er fyrrum aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Björn hafði áður gefið Þorsteini meðmæli er hann sótti um stöðu hjá lögregluembættinu á höfuðbrogarsvæðinu og ákvað því að víkja.

Í greinargerðinni segir að nefndin hafi íhugað að segja af sér í kjölfar þess að ráðherra gekk þvert á álit nefndinarinnar. Það gerði hann með því að skipa Þorstein en nefndin taldi þrjá aðra umsækjendur mun hæfari en þann sem ráðherra skipaði.

Einnig kemur fram að í þau 16 ár sem nefndin hefur starfað hefur ráðherra aldrei gengið þvert á álit nefndarinnar. Hún ætli hinsvegar ekki að segja af sér þar sem hún telur þessa ákvörðun ráðherra vera einsdæmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×