Innlent

Þjóðarsátt fyrir bí og harka hlaupin í kjaraviðræður

Verkalýðshreyfingin segir tilraun til þjóðarsáttar í kjarasamningum fyrir bí eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögu um sérstakan persónuafslátt á lægstu laun og hótar því að kjarabætur verði nú sóttar af meiri hörku í garð atvinnurekenda. Hækkun fasteignaskatta sveitarfélaga hefur einnig hleypt illu blóði í kjaraviðræður.

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands kynntu fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í dag þá ákvörðun að falla frá allsherjarsamfloti verkalýðshreyfingarinnar í kjaraviðræðum. Þess í stað mun nú hvert landssamband fyrir sig sækja fram gagnvart atvinnurekendum. Ástæða þessarar auknu hörku er ákvörðun ríkisstjórnar um að hafna helstu kröfu verkalýðshreyfingarinnar á hendur ríkisvaldinu, um sérstakan persónuafslátt á lægstu laun.

ASÍ sakar bæði ríkisstjórn og atvinnurekendur um að hafna því að skapa svigrúm til að fara með hófsamari launakröfur á hendur atvinnurekendum. Afleiðingarnar verði að líkindum meiri kostnaðarauki fyrir atvinnurekendur og minni stöðugleiki í efnahagslífinu.

Hækkun sveitarfélaga á fasteignasköttum hefur einnig hleypt illu blóði í viðræður og hefur Alþýðusambandið nú mótmælt þeim harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×