Innlent

Fundu fíkniefni og byssur í húsleit

MYND/GVA

Lögregla fann í gær meint fíkniefni, riffil og haglabyssu heima hjá tæplega þrítugum manni sem hún hafði afskipti af.

Maðurinn var stöðvaður á Sæbraut og í ljós kom að hann var ökuréttindalaus. Í bíl hans fundust meint fíkniefni og var maðurinn handtekinn. Húsleit heima hjá honum leiddi svo til þess að meira af fíkniefnum og vopnin fundust.

Auk þessa handtók lögreglan rúmlega fertugan mann við Kringluna í gær en í fórum hans fundust efni sem talið eru að séu amfetamín og kókaín. Nokkru fyrir miðnætti hafði lögreglan svo afskipti af 18 ára pilti við Smáratorg en hann er sömuleiðis grunaður um fíkniefnamisferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×