Fleiri fréttir Hnífamaður ákærður Tuttugu og þriggja ára reykvískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot, en lögregla fann fjaðurhníf við leit á ákærða. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna og að aka undir áhrifum fíkniefna. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag. 14.8.2007 20:00 Grímseyjarhreppur lagðist gegn kaupum á M/V Oilean Arann Sveitarstjórn Grímseyjarhrepps mælti gegn því að gengið yrði frá kaupum á skipinu M/V Oilean Arann vegna endurnýjunar á Grímseyjarferju. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarstjórninni. Þá vísar sveitarstjórnin því á bug sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar að engar athugasemdir hafi borist frá Grímseyingum vegna málsins. 14.8.2007 19:23 Surtsey skoðuð Fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna segir Surtsey eiga góða möguleika á að komast á Heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann er nú staddur hér á landi fyrir hönd stofnunarinnar til að meta eyjuna og skoðaði hana í gær. 14.8.2007 19:20 Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. 14.8.2007 19:13 Undirskriftir gegn blokkum á Nónhæð Íbúar á Nónhæð í Kópavogi safna nú undirskriftum til að mótmæla fyrirhuguðum blokkarturnum á kolli hæðarinnar. Árni Jónsson, formaður íbúasamtaka hverfisins, furðar sig á að réttur íbúa til að verja sig sé minni þegar setja á þúsund manna byggð í bakgarðinn - heldur en þegar nágranninn vill hækka girðinguna sína. 14.8.2007 18:53 Flugorrustur æfðar við Íslandsstrendur á Norðurvíkingi Bandarískir og Norskir orrustuflugmenn börðust á F15 og F16 herþotum í lofthelgi Íslands í dag - en einungis í æfingaskyni. Loftvarnir Íslands voru æfðar suður af Reykjanesi á heræfingunni Norðurvíkingur í dag, en hún hefur tekist vel að sögn talsmanns æfingarinnar. 14.8.2007 18:51 Mistök Vegagerðar að skoða ferjuna ekki betur Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. 14.8.2007 18:47 Fimm sinnum dýrara að grilla hér en á Spáni Það er fimm sinnum dýrara að grilla úti á Íslandi en í Suður-Evrópu. Íslendingar greiða fimm sinnum hærra verð fyrir gaskútinn en Spánverjar. Innflytjendur á gasi segja að flutningskostnaður og lítill markaður hér ráði miklu um verðmuninn. 14.8.2007 18:44 Vegrifflur geta fækkað slysum um allt að 60 prósent Vegagerðin hyggst auka öryggi vegfarenda með því að fræsa sérstakar "rifflur" í vegarkanta sem gera ökumönnum viðvart þegar bílar rása út í kantana. Reynslan sýnir að þessi aðgerð getur dregið úr slysum um allt að sextíu prósent. 14.8.2007 18:40 Varað við barnaperrum á barnalandi Dæmi eru um að óprúttnir einstaklingar hlaði niður myndum af börnum sem settar eru á vefsíðuna barnaland.is og dreifi áfram sem barnaklám. Á spjallþráði á barnalandi er fullyrt að fjórtán íslenskar vefsíður með myndum af börnum hafi verið misnotaðar á þennan hátt. Fólk er nú hvatt til að læsa síðunum sínum. 14.8.2007 18:01 Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Öllum starfsmönnum Ratstjárstofnunar, 46 talsins, verður sagt upp frá og með morgundeginum. Samráð er þegar hafið við starfsmennina á grundvelli laga um hópuppsagnir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu. 14.8.2007 17:10 Ákærður fyrir lyfjaakstur Karlmaður á fertugsaldri var í dag ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og lyfjaakstur. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og hann sviptur ökuréttindum. 14.8.2007 16:33 Með fjögur pör af handjárnum og loftbyssu Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot. Honum er gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni 4 pör af handjárnum, loftskammbyssu og kúlur í byssuna. Lögregla fann vopnin við leit í íbúð ákærða í Hafnarfirði og krefst þess að þau verði gerð upptæk. Málið var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjaness í dag. 14.8.2007 16:10 Mattel leikföngin í Leikbæ skaðlaus Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segir að engin gölluð Mattel leikföng séu í sölu hjá þeim. Hann segir að Leikbær hafi skrifað bréf til bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel eftir að fyrirtækið innkallaði níu milljónir leikfanga. Talið var að leikföngin innihéldu blý og segulstál sem gætu verið hættuleg börnum. 14.8.2007 15:21 Hefur áhyggjur af því að frístundakortin verði misnotuð Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld hafi áhyggjur af því að einhver félög kunni að nýta sér frístundakort ÍTR til að hækka gjaldskrár sínar. Því hafi borgin kortlagt gjaldskrár aftur í tímann til að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir. 14.8.2007 14:23 Vegagerðin ber ábyrgð á mistökum varðandi nýja Grímseyjarferju Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir að Vegagerðin ber ábyrgð á því hvernig málum er komið með endurnýjun á Grímseyjarferjunnar og þar með hann. Hann segist ekki ætla segja upp störfum vegna málsins enn sem komið er. 14.8.2007 13:33 Ritar forstjóra Símans bréf og fer fram á skýringar Bæði slökkviliðsstjórinn og bæjarstjórinn í Bolungarvík gagnrýna harðlega þau vinnubrögð sem Síminn viðhafði þegar símasamband í bænum var rofið í nótt. Bæjarstjórinn ritar nú forstjóra Símans bréf þar sem hann fer fram á skýringar á því hvers vegna bæjaryfirvöld og viðbragðsaðilar hafi ekki vitað af málinu fyrr en í gær. 14.8.2007 13:16 Erlendum starfsmönnum fjölgar Júlí er annar mánuðurinn í röð þar sem töluvert fleiri starfsmenn koma til landsins en raunin var á sama tíma í fyrra. Í júlí í ár voru útgefin atvinnuleyfi og fjöldi skráninga samtals 936 samanborið við 450 í júlí í fyrra. 14.8.2007 13:10 HB Grandi segir ekki hvað þeir ætla með milljarða lóð Á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðdegis í dag verður m.a. rætt um óskir HB Granda um að fá ca. 8000 fm lóð til afnota í Örfirisey. Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda segir í samtali við visir.is að hann sé ekki tilbúinn að greina frá því til hvers fyrirtækið ætli sér að nýta lóðina. Um er að ræða dýrustu lóðir í borginni og má áætla að virði lóðar þeirrar sem HB Grandi sækir um sé ekki undir 1,5 milljarði kr. 14.8.2007 13:00 Æfa flutning liðsafla til landsins á ófriðartímum Heræfingin Norður-Víkingur hófst formlega í morgun, en síðustu þátttakendurnir komu hingað til lands í gær. Alls koma um þrjú hundruð manns að æfingunni, frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Noregi. Atlantshafsbandalagið kemur einnig að æfingunni. Henni er skipt í tvennt, loftvarnaræfingu og æfingu gegn hryðjuverkum. 14.8.2007 12:58 Vegagerðin skili verk- og kostnaðaráætlun fyrir vikulok Samgönguráðuneytið hefur falið Vegagerðinni að mynda umsvifalaust sérstakan verkefnahóp í kjölfar svartrar skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurbætur á nýrri Grímseyjarferju. Ráðherra hefur einnig óskað eftir nákvæmri verk- og kostnaðaráætlun og á að skila henni nú fyrir vikulok. Stjórnsýsluúttekt verður einnig framkvæmd á Vegagerðinni. 14.8.2007 12:54 Kæra fund til FME þar sem atkvæðaskrá hafi verið röng Deilunum um sameiningu Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóð Siglufjarðar virðist hvergi nærri lokið. Hópur smærri stofnfjáreigenda hefur kært aðalfund Sparisjóðs Skagafarðar sem fram fór í gær til Fjármálaeftirlitsins á þeim grundvelli að atkvæðaskrá á fundinum hafi verið röng. Hann sé því ólöglegur. 14.8.2007 12:12 Skýrsla um Grímseyjarferju reiðarslag Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup á Grímseyjarferju er reiðarslag, segir Kristján Möller samgönguráðherra. Hann rekur framúrkeyrsluna meðal annars mega rekja til skipaverkfræðings sem Vegagerðin fékk ráðgjöf hjá. 14.8.2007 12:02 Innbrotahrina á Selfossi í nótt Brotist var inn í fjögur fyrirtæki í Gagnheiði á Selfossi í nótt. Lögreglan segir að peningum og ýmsum lausamunum, þar á meðal tölvum, hafi verið stolið. Þá hafi ýmsar skemmdir verið unnar. Að sögn lögreglunnar er ekki vitað hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. 14.8.2007 11:53 Síminn tilkynnti aðeins tveimur fjölmiðlum um símasambandsleysi Upplýsingafulltrúi Símans segir að fyrirtækið hafi sent út tilkynningu þess efnis að símasambandslaust yrði í Bolungarvík strax á Sunnudag. Rafmagnið var tekið af í nótt og hefur bæjarstjórinn gagnrýnt að bæjarbúar hafi ekki verið látnir vita fyrr en síðdegis í gær. Tilkynningin frá Símanum var hins vegar aðeins send til Ríkisútvarpsins og á ritstjórn Bæjarins besta. 14.8.2007 11:48 Rafmagni komið á í Kópavogi Rafmagni hefur verið komið á í Kópavogi en rafmagn fór af í Sala- og Kórahverfi og í Hvörfum rétt fyrir klukkan tíu. Bilunin hefur verið rakin til þess að grafinn var í sundur háspennustrengur. 14.8.2007 10:27 Sýslumaðurinn á Selfossi sorgmæddur Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir þau slys sem hafa orðið í umferðinni undanfarið vera mjög sorgleg. Hann segir það vera algert grundvallaratriði að fólk noti bílbelti og viðeigandi öryggisbúnað fyrir börn. Þá segir hann mikilvægt að fólk aki varlega og í samræmi við aðstæður. 14.8.2007 10:15 Banvænn akstur í umdæmi Selfosslögreglu Af sjö banaslysum sem orðið hafa í umferðinni í ár hafa fjögur þeirra verið í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Þá lést ökumaður eftir árekstur bifhjóls og strætisvagns við Akranes 16. júlí síðastlðinn. Í byrjun júlí lést ökumaður eftir bílveltu við Norðurá og banaslys varð eftir bílveltu í Hörgárdal í mars. 14.8.2007 09:53 Svört skýrsla um Grímseyjarferju Í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurnýjun Grímseyjarferju gagnrýnir stofnunin harðlega verklag yfirvalda. Samgöngu- og Fjármálaráðuneyti, ásamt Vegagerðinni, gerðu með sér samkomulag um að fjármagna kaupin og endurbæturnar með ónýttum heimildum Vegagerðarinnar. Stenst á engan hátt ákvæði fjárreiðulaga og getur ekki talist til góðrar stjórnsýslu, segir stofnunin. 14.8.2007 09:50 Keyrt á tíu ára gamlan dreng í Búðardal Keyrt var á tíu ára gamlan dreng á Vesturbraut í Búðardal um fjögurleytið í dag. Drengurinn hjólaði í veg fyrir bifreið með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. 13.8.2007 22:17 Svifdrekamaður brotlendir á Reykjafelli Karlmaður slasaðist þegar svifdreki sem hann var á brotlenti í norðurhlíðum Reykjafells laust eftir klukkan sex í kvöld. Maðurinn var fluttur á slysadeild. 13.8.2007 21:45 Sofnaði undir stýri og lenti í árekstri Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Ökmaður fólksbíls sofnaði undir stýri með þeim afleiðingum að hann fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. 13.8.2007 21:28 Alvarlegt umerðarslys við Grímslæk í Ölfusi Alvarlegt umferðaróhapp átti sér stað við Grímslæk í Ölfusi síðdegis í dag. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann valt útaf veginum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn til að sækja ökumanninn. 13.8.2007 20:16 Skjálftar við Upptyppinga tengjast ekki fyllingu Hálslóns Skjálftarnir við Upptyppinga tengjast ekki fyllingu Hálslóns né Öskju samkvæmt mælingum sem jarðvísindamenn gerðu á svæðinu. Vísindamennirnir eru nú að störfum við Mývatn en munu síðar í mánuðinum fara að Kárahnjúkavirkjun til mælinga. 13.8.2007 19:30 Létu slökkviliðsstjóra Bolungarvíkur ekki vita af lokunum á símasambandi Síminn lét slökkviliðsyfirvöld í Bolungarvík ekki vita af fyrirhuguðum lokunum á símasambandi í bæjarfélaginu í nótt. Slökkviliðsstjórinn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum síðdegis í dag. Allt símasamband í Bolungarvík verður rofið í tvo klukkutíma í nótt vegna viðhaldsvinnu. Bæjarstjórinn er afar ósáttur við framgöngu Símans í málinu. 13.8.2007 19:30 Þyrlurnar að æra íbúana Íbúar í litla Skerjafirði eru ævareiðir vegna þyrluflugs í og við nágrenni þeirra. Þeir segja húsin nötra og skjálfa þegar þyrlurnar eru gangsettar og þeim flogið yfir hverfið. Ítrekaðar kvartanir þeirra til borgaryfirvalda hafa engan árangur borið. 13.8.2007 19:26 Sparisjóðir Skagfirðinga og Siglufjarðar verða sameinaðir Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Skagfirðinga samþykktu á miklum hitafundi nú undir kvöld að sameina sparisjóðinn Sparisjóði Siglufjarðar. Minni stofnfjáreigendur greiddu atkvæði á móti sameiningunni en voru bornir ofurliði. 13.8.2007 19:26 Kringlan fagnar 20 ára afmæli í dag Kringlan fagnar 20 ára í afmæli í dag. Á þessum tuttugu árum hafa hartnær hundrað milljónir gesta komið í þessa vinsælu verslunarmiðstöð. Sérhver Íslendingur hefur eytt nærri þrjú hundruð klukkustundum í Kringlunni frá því hún var opnuð. 13.8.2007 19:18 Verð á skólatöskum mun hærra hér á landi Vinsælustu skólatöskurnar á markaðinum kosta allt að áttatíu prósent meira hér en í Danmörku. Grunnskólar landsins verða settir í næstu viku. 13.8.2007 19:18 Að gefast upp á krónunni eftir miklar gengissveiflur Fyrirtæki eru að gefast upp á krónunni eftir miklar gengissveiflur undanfarið. Mörg þeirra íhuga að færa viðskipti sín alfarið í aðra mynt - lán, samninga og jafnvel laun. 13.8.2007 19:13 Gæti færst að hluta undir borgaralega stjórn Forsætisráðherra segir vel koma til greina að einhver hluti af rekstri íslenska ratsjárstöðvarkerfisins færist undir borgaralega aðila. Íslendingar taka við rekstri þess á miðvikudaginn. 13.8.2007 19:09 Sömu unglingarnir fengu ekki í tvígang far með sama strætó á sama kvöldinu Sami strætisvagnabílstjórinn fór í tvígang framhjá sama unglingahópnum í gærkvöldi í Grafarvogi án þess að stöðva vagninn. Unglingarnir segja mikið um að strætisvagnar aki framhjá án þess að stöðva þegar þeir bíði á stoppistöðvum. 13.8.2007 19:01 Síminn hjálpar til við fjölgun á ástarviku í Bolungarvík Síminn mun líklega hjálpa rækilega til við fjölgun Bolvíkinga á ástarvikunni en fyrirtækið mun loka fyrir allt símasamband í Bolungarvík í nótt. Ástarvikan stendur nú sem hæst í Bolungarvík en þessa dagana leggja Bolvíkingar þá mikið kapp á að fjölga sér. Á ástarvikunni er einlægt góð stemmning í bænum og kapp er lagt á að bæjarbúar láti vel að mökum sínum. 13.8.2007 18:50 Á fjórða hundrað manns rannsakaðir vegna smitandi berkla Rannsaka þurfti 157 einstaklinga á Norðurlandi eftir að vistmaður á elliheimili þar greindist með smitandi berkla í maí. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sóttvarnarlæknis. Þá standa enn yfir rannsóknir á starfsmönnum við Kárahnjúkavirkjun eftir að starfsmaður þar greindist með smitandi berkla. Sóttvarnarlæknir segir um hefðbundnar aðgerðir að ræða sem miði að því að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. 13.8.2007 18:35 Allt símasamband í Bolungarvík rofið - grafalvarlegt mál segir bæjarstjóri Bæjastjórinn í Bolungarvík gagnrýnir Símann harðlega fyrir að láta bæjaryfirvöld vita of seint af fyrirhuguðum viðgerðum á símstöðinni í Bolungarvík. Allt símasamband í Bolungarvík fellur niður milli klukkan tvö og fjögur í nótt vegna viðgerða þar á meðal samband við Neyðarlínuna. Bæjarstjórinn segir um grafalvarlegt mál að ræða. 13.8.2007 18:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hnífamaður ákærður Tuttugu og þriggja ára reykvískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot, en lögregla fann fjaðurhníf við leit á ákærða. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna og að aka undir áhrifum fíkniefna. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag. 14.8.2007 20:00
Grímseyjarhreppur lagðist gegn kaupum á M/V Oilean Arann Sveitarstjórn Grímseyjarhrepps mælti gegn því að gengið yrði frá kaupum á skipinu M/V Oilean Arann vegna endurnýjunar á Grímseyjarferju. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarstjórninni. Þá vísar sveitarstjórnin því á bug sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar að engar athugasemdir hafi borist frá Grímseyingum vegna málsins. 14.8.2007 19:23
Surtsey skoðuð Fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna segir Surtsey eiga góða möguleika á að komast á Heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann er nú staddur hér á landi fyrir hönd stofnunarinnar til að meta eyjuna og skoðaði hana í gær. 14.8.2007 19:20
Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. 14.8.2007 19:13
Undirskriftir gegn blokkum á Nónhæð Íbúar á Nónhæð í Kópavogi safna nú undirskriftum til að mótmæla fyrirhuguðum blokkarturnum á kolli hæðarinnar. Árni Jónsson, formaður íbúasamtaka hverfisins, furðar sig á að réttur íbúa til að verja sig sé minni þegar setja á þúsund manna byggð í bakgarðinn - heldur en þegar nágranninn vill hækka girðinguna sína. 14.8.2007 18:53
Flugorrustur æfðar við Íslandsstrendur á Norðurvíkingi Bandarískir og Norskir orrustuflugmenn börðust á F15 og F16 herþotum í lofthelgi Íslands í dag - en einungis í æfingaskyni. Loftvarnir Íslands voru æfðar suður af Reykjanesi á heræfingunni Norðurvíkingur í dag, en hún hefur tekist vel að sögn talsmanns æfingarinnar. 14.8.2007 18:51
Mistök Vegagerðar að skoða ferjuna ekki betur Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. 14.8.2007 18:47
Fimm sinnum dýrara að grilla hér en á Spáni Það er fimm sinnum dýrara að grilla úti á Íslandi en í Suður-Evrópu. Íslendingar greiða fimm sinnum hærra verð fyrir gaskútinn en Spánverjar. Innflytjendur á gasi segja að flutningskostnaður og lítill markaður hér ráði miklu um verðmuninn. 14.8.2007 18:44
Vegrifflur geta fækkað slysum um allt að 60 prósent Vegagerðin hyggst auka öryggi vegfarenda með því að fræsa sérstakar "rifflur" í vegarkanta sem gera ökumönnum viðvart þegar bílar rása út í kantana. Reynslan sýnir að þessi aðgerð getur dregið úr slysum um allt að sextíu prósent. 14.8.2007 18:40
Varað við barnaperrum á barnalandi Dæmi eru um að óprúttnir einstaklingar hlaði niður myndum af börnum sem settar eru á vefsíðuna barnaland.is og dreifi áfram sem barnaklám. Á spjallþráði á barnalandi er fullyrt að fjórtán íslenskar vefsíður með myndum af börnum hafi verið misnotaðar á þennan hátt. Fólk er nú hvatt til að læsa síðunum sínum. 14.8.2007 18:01
Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Öllum starfsmönnum Ratstjárstofnunar, 46 talsins, verður sagt upp frá og með morgundeginum. Samráð er þegar hafið við starfsmennina á grundvelli laga um hópuppsagnir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu. 14.8.2007 17:10
Ákærður fyrir lyfjaakstur Karlmaður á fertugsaldri var í dag ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og lyfjaakstur. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og hann sviptur ökuréttindum. 14.8.2007 16:33
Með fjögur pör af handjárnum og loftbyssu Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot. Honum er gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni 4 pör af handjárnum, loftskammbyssu og kúlur í byssuna. Lögregla fann vopnin við leit í íbúð ákærða í Hafnarfirði og krefst þess að þau verði gerð upptæk. Málið var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjaness í dag. 14.8.2007 16:10
Mattel leikföngin í Leikbæ skaðlaus Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segir að engin gölluð Mattel leikföng séu í sölu hjá þeim. Hann segir að Leikbær hafi skrifað bréf til bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel eftir að fyrirtækið innkallaði níu milljónir leikfanga. Talið var að leikföngin innihéldu blý og segulstál sem gætu verið hættuleg börnum. 14.8.2007 15:21
Hefur áhyggjur af því að frístundakortin verði misnotuð Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld hafi áhyggjur af því að einhver félög kunni að nýta sér frístundakort ÍTR til að hækka gjaldskrár sínar. Því hafi borgin kortlagt gjaldskrár aftur í tímann til að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir. 14.8.2007 14:23
Vegagerðin ber ábyrgð á mistökum varðandi nýja Grímseyjarferju Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir að Vegagerðin ber ábyrgð á því hvernig málum er komið með endurnýjun á Grímseyjarferjunnar og þar með hann. Hann segist ekki ætla segja upp störfum vegna málsins enn sem komið er. 14.8.2007 13:33
Ritar forstjóra Símans bréf og fer fram á skýringar Bæði slökkviliðsstjórinn og bæjarstjórinn í Bolungarvík gagnrýna harðlega þau vinnubrögð sem Síminn viðhafði þegar símasamband í bænum var rofið í nótt. Bæjarstjórinn ritar nú forstjóra Símans bréf þar sem hann fer fram á skýringar á því hvers vegna bæjaryfirvöld og viðbragðsaðilar hafi ekki vitað af málinu fyrr en í gær. 14.8.2007 13:16
Erlendum starfsmönnum fjölgar Júlí er annar mánuðurinn í röð þar sem töluvert fleiri starfsmenn koma til landsins en raunin var á sama tíma í fyrra. Í júlí í ár voru útgefin atvinnuleyfi og fjöldi skráninga samtals 936 samanborið við 450 í júlí í fyrra. 14.8.2007 13:10
HB Grandi segir ekki hvað þeir ætla með milljarða lóð Á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðdegis í dag verður m.a. rætt um óskir HB Granda um að fá ca. 8000 fm lóð til afnota í Örfirisey. Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda segir í samtali við visir.is að hann sé ekki tilbúinn að greina frá því til hvers fyrirtækið ætli sér að nýta lóðina. Um er að ræða dýrustu lóðir í borginni og má áætla að virði lóðar þeirrar sem HB Grandi sækir um sé ekki undir 1,5 milljarði kr. 14.8.2007 13:00
Æfa flutning liðsafla til landsins á ófriðartímum Heræfingin Norður-Víkingur hófst formlega í morgun, en síðustu þátttakendurnir komu hingað til lands í gær. Alls koma um þrjú hundruð manns að æfingunni, frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Noregi. Atlantshafsbandalagið kemur einnig að æfingunni. Henni er skipt í tvennt, loftvarnaræfingu og æfingu gegn hryðjuverkum. 14.8.2007 12:58
Vegagerðin skili verk- og kostnaðaráætlun fyrir vikulok Samgönguráðuneytið hefur falið Vegagerðinni að mynda umsvifalaust sérstakan verkefnahóp í kjölfar svartrar skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurbætur á nýrri Grímseyjarferju. Ráðherra hefur einnig óskað eftir nákvæmri verk- og kostnaðaráætlun og á að skila henni nú fyrir vikulok. Stjórnsýsluúttekt verður einnig framkvæmd á Vegagerðinni. 14.8.2007 12:54
Kæra fund til FME þar sem atkvæðaskrá hafi verið röng Deilunum um sameiningu Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóð Siglufjarðar virðist hvergi nærri lokið. Hópur smærri stofnfjáreigenda hefur kært aðalfund Sparisjóðs Skagafarðar sem fram fór í gær til Fjármálaeftirlitsins á þeim grundvelli að atkvæðaskrá á fundinum hafi verið röng. Hann sé því ólöglegur. 14.8.2007 12:12
Skýrsla um Grímseyjarferju reiðarslag Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup á Grímseyjarferju er reiðarslag, segir Kristján Möller samgönguráðherra. Hann rekur framúrkeyrsluna meðal annars mega rekja til skipaverkfræðings sem Vegagerðin fékk ráðgjöf hjá. 14.8.2007 12:02
Innbrotahrina á Selfossi í nótt Brotist var inn í fjögur fyrirtæki í Gagnheiði á Selfossi í nótt. Lögreglan segir að peningum og ýmsum lausamunum, þar á meðal tölvum, hafi verið stolið. Þá hafi ýmsar skemmdir verið unnar. Að sögn lögreglunnar er ekki vitað hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. 14.8.2007 11:53
Síminn tilkynnti aðeins tveimur fjölmiðlum um símasambandsleysi Upplýsingafulltrúi Símans segir að fyrirtækið hafi sent út tilkynningu þess efnis að símasambandslaust yrði í Bolungarvík strax á Sunnudag. Rafmagnið var tekið af í nótt og hefur bæjarstjórinn gagnrýnt að bæjarbúar hafi ekki verið látnir vita fyrr en síðdegis í gær. Tilkynningin frá Símanum var hins vegar aðeins send til Ríkisútvarpsins og á ritstjórn Bæjarins besta. 14.8.2007 11:48
Rafmagni komið á í Kópavogi Rafmagni hefur verið komið á í Kópavogi en rafmagn fór af í Sala- og Kórahverfi og í Hvörfum rétt fyrir klukkan tíu. Bilunin hefur verið rakin til þess að grafinn var í sundur háspennustrengur. 14.8.2007 10:27
Sýslumaðurinn á Selfossi sorgmæddur Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir þau slys sem hafa orðið í umferðinni undanfarið vera mjög sorgleg. Hann segir það vera algert grundvallaratriði að fólk noti bílbelti og viðeigandi öryggisbúnað fyrir börn. Þá segir hann mikilvægt að fólk aki varlega og í samræmi við aðstæður. 14.8.2007 10:15
Banvænn akstur í umdæmi Selfosslögreglu Af sjö banaslysum sem orðið hafa í umferðinni í ár hafa fjögur þeirra verið í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Þá lést ökumaður eftir árekstur bifhjóls og strætisvagns við Akranes 16. júlí síðastlðinn. Í byrjun júlí lést ökumaður eftir bílveltu við Norðurá og banaslys varð eftir bílveltu í Hörgárdal í mars. 14.8.2007 09:53
Svört skýrsla um Grímseyjarferju Í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurnýjun Grímseyjarferju gagnrýnir stofnunin harðlega verklag yfirvalda. Samgöngu- og Fjármálaráðuneyti, ásamt Vegagerðinni, gerðu með sér samkomulag um að fjármagna kaupin og endurbæturnar með ónýttum heimildum Vegagerðarinnar. Stenst á engan hátt ákvæði fjárreiðulaga og getur ekki talist til góðrar stjórnsýslu, segir stofnunin. 14.8.2007 09:50
Keyrt á tíu ára gamlan dreng í Búðardal Keyrt var á tíu ára gamlan dreng á Vesturbraut í Búðardal um fjögurleytið í dag. Drengurinn hjólaði í veg fyrir bifreið með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. 13.8.2007 22:17
Svifdrekamaður brotlendir á Reykjafelli Karlmaður slasaðist þegar svifdreki sem hann var á brotlenti í norðurhlíðum Reykjafells laust eftir klukkan sex í kvöld. Maðurinn var fluttur á slysadeild. 13.8.2007 21:45
Sofnaði undir stýri og lenti í árekstri Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Ökmaður fólksbíls sofnaði undir stýri með þeim afleiðingum að hann fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. 13.8.2007 21:28
Alvarlegt umerðarslys við Grímslæk í Ölfusi Alvarlegt umferðaróhapp átti sér stað við Grímslæk í Ölfusi síðdegis í dag. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann valt útaf veginum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn til að sækja ökumanninn. 13.8.2007 20:16
Skjálftar við Upptyppinga tengjast ekki fyllingu Hálslóns Skjálftarnir við Upptyppinga tengjast ekki fyllingu Hálslóns né Öskju samkvæmt mælingum sem jarðvísindamenn gerðu á svæðinu. Vísindamennirnir eru nú að störfum við Mývatn en munu síðar í mánuðinum fara að Kárahnjúkavirkjun til mælinga. 13.8.2007 19:30
Létu slökkviliðsstjóra Bolungarvíkur ekki vita af lokunum á símasambandi Síminn lét slökkviliðsyfirvöld í Bolungarvík ekki vita af fyrirhuguðum lokunum á símasambandi í bæjarfélaginu í nótt. Slökkviliðsstjórinn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum síðdegis í dag. Allt símasamband í Bolungarvík verður rofið í tvo klukkutíma í nótt vegna viðhaldsvinnu. Bæjarstjórinn er afar ósáttur við framgöngu Símans í málinu. 13.8.2007 19:30
Þyrlurnar að æra íbúana Íbúar í litla Skerjafirði eru ævareiðir vegna þyrluflugs í og við nágrenni þeirra. Þeir segja húsin nötra og skjálfa þegar þyrlurnar eru gangsettar og þeim flogið yfir hverfið. Ítrekaðar kvartanir þeirra til borgaryfirvalda hafa engan árangur borið. 13.8.2007 19:26
Sparisjóðir Skagfirðinga og Siglufjarðar verða sameinaðir Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Skagfirðinga samþykktu á miklum hitafundi nú undir kvöld að sameina sparisjóðinn Sparisjóði Siglufjarðar. Minni stofnfjáreigendur greiddu atkvæði á móti sameiningunni en voru bornir ofurliði. 13.8.2007 19:26
Kringlan fagnar 20 ára afmæli í dag Kringlan fagnar 20 ára í afmæli í dag. Á þessum tuttugu árum hafa hartnær hundrað milljónir gesta komið í þessa vinsælu verslunarmiðstöð. Sérhver Íslendingur hefur eytt nærri þrjú hundruð klukkustundum í Kringlunni frá því hún var opnuð. 13.8.2007 19:18
Verð á skólatöskum mun hærra hér á landi Vinsælustu skólatöskurnar á markaðinum kosta allt að áttatíu prósent meira hér en í Danmörku. Grunnskólar landsins verða settir í næstu viku. 13.8.2007 19:18
Að gefast upp á krónunni eftir miklar gengissveiflur Fyrirtæki eru að gefast upp á krónunni eftir miklar gengissveiflur undanfarið. Mörg þeirra íhuga að færa viðskipti sín alfarið í aðra mynt - lán, samninga og jafnvel laun. 13.8.2007 19:13
Gæti færst að hluta undir borgaralega stjórn Forsætisráðherra segir vel koma til greina að einhver hluti af rekstri íslenska ratsjárstöðvarkerfisins færist undir borgaralega aðila. Íslendingar taka við rekstri þess á miðvikudaginn. 13.8.2007 19:09
Sömu unglingarnir fengu ekki í tvígang far með sama strætó á sama kvöldinu Sami strætisvagnabílstjórinn fór í tvígang framhjá sama unglingahópnum í gærkvöldi í Grafarvogi án þess að stöðva vagninn. Unglingarnir segja mikið um að strætisvagnar aki framhjá án þess að stöðva þegar þeir bíði á stoppistöðvum. 13.8.2007 19:01
Síminn hjálpar til við fjölgun á ástarviku í Bolungarvík Síminn mun líklega hjálpa rækilega til við fjölgun Bolvíkinga á ástarvikunni en fyrirtækið mun loka fyrir allt símasamband í Bolungarvík í nótt. Ástarvikan stendur nú sem hæst í Bolungarvík en þessa dagana leggja Bolvíkingar þá mikið kapp á að fjölga sér. Á ástarvikunni er einlægt góð stemmning í bænum og kapp er lagt á að bæjarbúar láti vel að mökum sínum. 13.8.2007 18:50
Á fjórða hundrað manns rannsakaðir vegna smitandi berkla Rannsaka þurfti 157 einstaklinga á Norðurlandi eftir að vistmaður á elliheimili þar greindist með smitandi berkla í maí. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sóttvarnarlæknis. Þá standa enn yfir rannsóknir á starfsmönnum við Kárahnjúkavirkjun eftir að starfsmaður þar greindist með smitandi berkla. Sóttvarnarlæknir segir um hefðbundnar aðgerðir að ræða sem miði að því að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. 13.8.2007 18:35
Allt símasamband í Bolungarvík rofið - grafalvarlegt mál segir bæjarstjóri Bæjastjórinn í Bolungarvík gagnrýnir Símann harðlega fyrir að láta bæjaryfirvöld vita of seint af fyrirhuguðum viðgerðum á símstöðinni í Bolungarvík. Allt símasamband í Bolungarvík fellur niður milli klukkan tvö og fjögur í nótt vegna viðgerða þar á meðal samband við Neyðarlínuna. Bæjarstjórinn segir um grafalvarlegt mál að ræða. 13.8.2007 18:00