Innlent

Mattel leikföngin í Leikbæ skaðlaus

Leikbær hefur fullvissað sig um að Mattel leikföngin þeirra séu skaðlaus.
Leikbær hefur fullvissað sig um að Mattel leikföngin þeirra séu skaðlaus. Mynd/ Getty

Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segir að engin gölluð leikföng séu í sölu hjá þeim. Hann segir að Leikbær hafi skrifað bréf til bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel eftir að fyrirtækið innkallaði níu milljónir leikfanga. Talið var að leikföngin innihéldu blý og segulstál sem gætu verið hættuleg börnum.

Elías segir að Leikbær hafi ekki verið komið með leikföng úr þeirri framleiðslu sem um ræði. Á meðal leikfanga sem innkölluð hafa verið má nefna Batman og Barbie auk þess sem leikföng tengd teiknimyndinni Bílar hafa einnig verið tekin úr umferð. Talsmenn Matell leggja áherslu á að engin slys hafi hlotist af leikföngunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×