Innlent

Banvænn akstur í umdæmi Selfosslögreglu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sex banaslys hafa orðið í umferðinni á þessu ári.
Sex banaslys hafa orðið í umferðinni á þessu ári. Mynd/ Pjetur Sigurðsson
Af sjö banaslysum sem orðið hafa í umferðinni í ár hafa fjögur þeirra verið í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Þá lést ökumaður eftir árekstur bifhjóls og strætisvagns við Akranes 16. júlí síðastlðinn. Í byrjun júlí lést ökumaður eftir bílveltu við Norðurá og banaslys varð eftir bílveltu í Hörgárdal í mars.

Karlmaður lést þegar hann missti stjórn á bíl sínum á veginum milli Hveragerðis og Þorlákshafnar til móts við Grímslæk í Ölfusi laust eftir klukkan sex í gær.

Ungur karlmaður lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum á Laugarvatnsvegi til móts við Þóroddsstaði 6. ágúst síðastliðinn.

Ökumaður bifhjóls lést eftir að hann féll af hjóli sinu í árekstri við jeppa við verslunina Minni-Borg þann 28. júlí síðastliðinn.

Karlmaður á fertugsaldri lét lífið þegar móturhjól sem hann var á lenti í árekstri við strætisvagn á Akrafjallsvegi til móts við bæinn Vestri Reynir 16. júlí síðastliðinn.

Kona á fimmtugsaldri lést síðla í mars þegar jeppi og vörubíll rákust saman við bæinn Kotströnd austan við Hveragerði.

Karlmaður á fertugsaldri lést í byrjun mars þegar bíll hans fór út af veginum í Hörgárdal.

Ökumaður lést þegar lítill jeppi velti rétt við brúna yfir Norðurá í Skagafirði í byrjun júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×