Innlent

Svifdrekamaður brotlendir á Reykjafelli

Karlmaður slasaðist þegar svifdreki sem hann var á brotlenti í norðurhlíðum Reykjafells laust eftir klukkan sex í kvöld. Maðurinn var fluttur á slysadeild.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn á flugi meðfram norðurhlíðum Reykjarfells þegar hann missti stjórn á svifdrekanum með fyrrgreindum afleiðingum.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu gátu sjúkraflutningamenn keyrt upp eftir fjallshlíðinni að slysstað. Maðurinn meiddist á öxl en slapp að öðru leyti vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×