Mistök Vegagerðar að skoða ferjuna ekki betur Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. ágúst 2007 18:47 Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju var gerð opinber í morgun. Vegagerðin, fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti eru öll gagnrýnd í skýrslunni. Og menn eru ekkert að tipla eins og kettir kringum heitan graut - í skýrslunni stendur skýrum stöfum að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi og skoðun ferjunnar áður en hún var keypt ábótavant. Losarabragur á kostnaðaráætlunum og fjölmargt í störfum verksalans - sem er Vélsmiðja Orms og Víglundar - gagnrýnivert. Heildarkostnaður ferjunnar með endurbótum var áætlaður 150 milljónir króna. Í skýrslunni kemur fram að nú sé hins vegar ljóst að kostnaðurinn verði að minnsta kosti 500 milljónir. Ráðherra ætlar í fyrsta lagi að krefjast þess af Vegagerðinni að verkefnisstjórn verði skipuð til að taka út stöðuna og áætla endanlegan kostnað. En hvernig gat það gerst að kaup á ferju til eyju með 99 íbúa gat farið svona úr böndunum? Samgönguráðherra skellir skuldinni að nokkru leyti á ráðgjafa stjórnvalda og Vegagerðarinnar. Fréttastofa hafði samband við Einar Hermannsson í dag. Hann vildi ekki koma í viðtal en svaraði spurningum fréttastofu.Einar kveðst hafa skoðað skipið á Írlandi haustið 2004 og metið þá skipið á innan við helming af uppsettu verði. Hann segist einnig hafa tekið fram í skýrslu til Vegagerðarinnar að skipið væri í afskaplega slæmu standi. Hann áætlaði að tæpar 55 milljónir kostaði að gera við skipið - óbreytt. Nú er ljóst að viðgerðakostnaður verður að minnsta kosti sjö sinnum meiri. Aðspurður hvernig standi á þessum mun segir Einar að hann hafi miðað við viðgerð í Austur-Evrópu. Auk þess sé nú búið að gjörbylta skipinu og gera á því breytingar upp á hundruð milljóna - byggja yfir það, byggja yfir afturdekkið, setja á það perustefni, skipta um allar lúgur og margt fleira. Þetta var staðfest af mönnum sem unnu að viðgerð skipsins.Allmörg spjót standa á fyrrum samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að: Tíðar og siðbúnar kröfur Grímseyinga, sem yfirleitt hafi komið fram fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins hafi gert Vegagerðinni afar erfitt um vik. Svo virðist sem þessar kröfur hafi vegið þungt í framúrkeyrslunni. Ekki náðist í Sturlu í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju var gerð opinber í morgun. Vegagerðin, fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti eru öll gagnrýnd í skýrslunni. Og menn eru ekkert að tipla eins og kettir kringum heitan graut - í skýrslunni stendur skýrum stöfum að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi og skoðun ferjunnar áður en hún var keypt ábótavant. Losarabragur á kostnaðaráætlunum og fjölmargt í störfum verksalans - sem er Vélsmiðja Orms og Víglundar - gagnrýnivert. Heildarkostnaður ferjunnar með endurbótum var áætlaður 150 milljónir króna. Í skýrslunni kemur fram að nú sé hins vegar ljóst að kostnaðurinn verði að minnsta kosti 500 milljónir. Ráðherra ætlar í fyrsta lagi að krefjast þess af Vegagerðinni að verkefnisstjórn verði skipuð til að taka út stöðuna og áætla endanlegan kostnað. En hvernig gat það gerst að kaup á ferju til eyju með 99 íbúa gat farið svona úr böndunum? Samgönguráðherra skellir skuldinni að nokkru leyti á ráðgjafa stjórnvalda og Vegagerðarinnar. Fréttastofa hafði samband við Einar Hermannsson í dag. Hann vildi ekki koma í viðtal en svaraði spurningum fréttastofu.Einar kveðst hafa skoðað skipið á Írlandi haustið 2004 og metið þá skipið á innan við helming af uppsettu verði. Hann segist einnig hafa tekið fram í skýrslu til Vegagerðarinnar að skipið væri í afskaplega slæmu standi. Hann áætlaði að tæpar 55 milljónir kostaði að gera við skipið - óbreytt. Nú er ljóst að viðgerðakostnaður verður að minnsta kosti sjö sinnum meiri. Aðspurður hvernig standi á þessum mun segir Einar að hann hafi miðað við viðgerð í Austur-Evrópu. Auk þess sé nú búið að gjörbylta skipinu og gera á því breytingar upp á hundruð milljóna - byggja yfir það, byggja yfir afturdekkið, setja á það perustefni, skipta um allar lúgur og margt fleira. Þetta var staðfest af mönnum sem unnu að viðgerð skipsins.Allmörg spjót standa á fyrrum samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að: Tíðar og siðbúnar kröfur Grímseyinga, sem yfirleitt hafi komið fram fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins hafi gert Vegagerðinni afar erfitt um vik. Svo virðist sem þessar kröfur hafi vegið þungt í framúrkeyrslunni. Ekki náðist í Sturlu í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira