Mistök Vegagerðar að skoða ferjuna ekki betur Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. ágúst 2007 18:47 Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju var gerð opinber í morgun. Vegagerðin, fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti eru öll gagnrýnd í skýrslunni. Og menn eru ekkert að tipla eins og kettir kringum heitan graut - í skýrslunni stendur skýrum stöfum að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi og skoðun ferjunnar áður en hún var keypt ábótavant. Losarabragur á kostnaðaráætlunum og fjölmargt í störfum verksalans - sem er Vélsmiðja Orms og Víglundar - gagnrýnivert. Heildarkostnaður ferjunnar með endurbótum var áætlaður 150 milljónir króna. Í skýrslunni kemur fram að nú sé hins vegar ljóst að kostnaðurinn verði að minnsta kosti 500 milljónir. Ráðherra ætlar í fyrsta lagi að krefjast þess af Vegagerðinni að verkefnisstjórn verði skipuð til að taka út stöðuna og áætla endanlegan kostnað. En hvernig gat það gerst að kaup á ferju til eyju með 99 íbúa gat farið svona úr böndunum? Samgönguráðherra skellir skuldinni að nokkru leyti á ráðgjafa stjórnvalda og Vegagerðarinnar. Fréttastofa hafði samband við Einar Hermannsson í dag. Hann vildi ekki koma í viðtal en svaraði spurningum fréttastofu.Einar kveðst hafa skoðað skipið á Írlandi haustið 2004 og metið þá skipið á innan við helming af uppsettu verði. Hann segist einnig hafa tekið fram í skýrslu til Vegagerðarinnar að skipið væri í afskaplega slæmu standi. Hann áætlaði að tæpar 55 milljónir kostaði að gera við skipið - óbreytt. Nú er ljóst að viðgerðakostnaður verður að minnsta kosti sjö sinnum meiri. Aðspurður hvernig standi á þessum mun segir Einar að hann hafi miðað við viðgerð í Austur-Evrópu. Auk þess sé nú búið að gjörbylta skipinu og gera á því breytingar upp á hundruð milljóna - byggja yfir það, byggja yfir afturdekkið, setja á það perustefni, skipta um allar lúgur og margt fleira. Þetta var staðfest af mönnum sem unnu að viðgerð skipsins.Allmörg spjót standa á fyrrum samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að: Tíðar og siðbúnar kröfur Grímseyinga, sem yfirleitt hafi komið fram fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins hafi gert Vegagerðinni afar erfitt um vik. Svo virðist sem þessar kröfur hafi vegið þungt í framúrkeyrslunni. Ekki náðist í Sturlu í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju var gerð opinber í morgun. Vegagerðin, fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti eru öll gagnrýnd í skýrslunni. Og menn eru ekkert að tipla eins og kettir kringum heitan graut - í skýrslunni stendur skýrum stöfum að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi og skoðun ferjunnar áður en hún var keypt ábótavant. Losarabragur á kostnaðaráætlunum og fjölmargt í störfum verksalans - sem er Vélsmiðja Orms og Víglundar - gagnrýnivert. Heildarkostnaður ferjunnar með endurbótum var áætlaður 150 milljónir króna. Í skýrslunni kemur fram að nú sé hins vegar ljóst að kostnaðurinn verði að minnsta kosti 500 milljónir. Ráðherra ætlar í fyrsta lagi að krefjast þess af Vegagerðinni að verkefnisstjórn verði skipuð til að taka út stöðuna og áætla endanlegan kostnað. En hvernig gat það gerst að kaup á ferju til eyju með 99 íbúa gat farið svona úr böndunum? Samgönguráðherra skellir skuldinni að nokkru leyti á ráðgjafa stjórnvalda og Vegagerðarinnar. Fréttastofa hafði samband við Einar Hermannsson í dag. Hann vildi ekki koma í viðtal en svaraði spurningum fréttastofu.Einar kveðst hafa skoðað skipið á Írlandi haustið 2004 og metið þá skipið á innan við helming af uppsettu verði. Hann segist einnig hafa tekið fram í skýrslu til Vegagerðarinnar að skipið væri í afskaplega slæmu standi. Hann áætlaði að tæpar 55 milljónir kostaði að gera við skipið - óbreytt. Nú er ljóst að viðgerðakostnaður verður að minnsta kosti sjö sinnum meiri. Aðspurður hvernig standi á þessum mun segir Einar að hann hafi miðað við viðgerð í Austur-Evrópu. Auk þess sé nú búið að gjörbylta skipinu og gera á því breytingar upp á hundruð milljóna - byggja yfir það, byggja yfir afturdekkið, setja á það perustefni, skipta um allar lúgur og margt fleira. Þetta var staðfest af mönnum sem unnu að viðgerð skipsins.Allmörg spjót standa á fyrrum samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að: Tíðar og siðbúnar kröfur Grímseyinga, sem yfirleitt hafi komið fram fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins hafi gert Vegagerðinni afar erfitt um vik. Svo virðist sem þessar kröfur hafi vegið þungt í framúrkeyrslunni. Ekki náðist í Sturlu í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira