Innlent

Varað við barnaperrum á barnalandi

Hvetja notendur barnlands til að læsa heimsvæðum sínum.
Hvetja notendur barnlands til að læsa heimsvæðum sínum. MYND/365

Dæmi eru um að einstaklingar hlaði niður myndum af börnum sem settar eru á vefsíðuna barnaland.is og dreifi áfram sem barnaklám. Á spjallþráði á barnalandi er fullyrt að fjórtán íslenskar vefsíður með myndum af börnum hafi verið misnotaðar á þennan hátt. Fólk er nú hvatt til að læsa síðunum sínum.

Á barnalandi gefst foreldrum tækifæri að setja inn ljósmyndir af börnum sínum á sérstök heimasvæði. Séu umrædd svæði ekki læst geta hins vegar óviðkomandi aðilar hlaðið niður myndum og dreift áfram. Á spjallþræði á barnalandi er fullyrt að á rússneskri heimasíðu megi finna myndir af íslenskum börnum sem upphaflega voru settar inn á barnaland.

Nokkrir notendur barnalands eru nú byrjaðir að vara við þessu og hvetja fólk til að læsa heimasvæðunum sínum. Er óttast að verið sé að misnota ljósmyndirnar í þeim tilgangi að dreifa þeim sem barnaklámi.

Fjölmargir virðast hafa brugðist við þessari áskorun ef marka má ummæli á spjallþræði um málið. Þá segjast sumir hafa sett sig samband við lögreglu.

Ekki fékkst staðfesting hjá lögreglunni hvort málið væri í rannsókn né hvort lögreglan hafi fengið ábendingu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×