Innlent

HB Grandi segir ekki hvað þeir ætla með milljarða lóð

Gísli Gíslason:
Ekki stendur til að breyta skipulaginu.
Gísli Gíslason: Ekki stendur til að breyta skipulaginu. MYND/Heiða

Á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðdegis í dag verður m.a. rætt um óskir HB Granda um að fá ca. 8000 fm lóð til afnota í Örfirisey. Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda segir í samtali við visir.is að hann sé ekki tilbúinn að greina frá því til hvers fyrirtækið ætli sér að nýta lóðina. Um er að ræða eina dýrustu lóð í borginni og má áætla að virði hennar sé ekki undir 1,5 milljarði kr.

 

Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að á þeirri lóð sem HB Grandi hefur óskað eftir viðræðum um sé gert ráð fyrir fiskvinnslu og engri annarri starfsemi. "Svo hefur verið í langann tíma samkvæmt skipulagi okkar og það stendur ekki til að breyta því," segir Gísli Gíslason. "HB Grandi hefur umráðarétt á þeirri lóð sem fiskvinnsla þeirra stendur á núna samkvæmt lóðasamningi þar um. Sá samningur kveður á um að lóðin sé einungis nýtt undir fiskvinnslu og útgerð."

 

Eggert B. Guðmundsson segir í samtali við visir.is að hann viti vel af þeim skilyrðum sem fylgja lóð þeirri sem þeir óska eftir að fá til umráða. Aðspurður um hvernig það samræmist að sækja um lóðina samhliða að tilkynna flutning á allri fiskvinnslu fyrirtækisins upp á Akranes ítrekar hann að þeir séu ekki tilbúnir nú að gefa upp áform sín hvað varðar þessa lóð. "Við tökum eitt skerf í einu í þessu máli og óskuðum því eftir viðræðum við hafnarstjórn.

 

Gísli segir að Faxaflóahafnir muni að sjálfsögðu verða við óskum HB Granda um viðræður um þessa lóð. Verður erindi HB Granda þess efnis rætt á fundinum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×