HB Grandi segir ekki hvað þeir ætla með milljarða lóð 14. ágúst 2007 13:00 Gísli Gíslason: Ekki stendur til að breyta skipulaginu. MYND/Heiða Á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðdegis í dag verður m.a. rætt um óskir HB Granda um að fá ca. 8000 fm lóð til afnota í Örfirisey. Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda segir í samtali við visir.is að hann sé ekki tilbúinn að greina frá því til hvers fyrirtækið ætli sér að nýta lóðina. Um er að ræða eina dýrustu lóð í borginni og má áætla að virði hennar sé ekki undir 1,5 milljarði kr. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að á þeirri lóð sem HB Grandi hefur óskað eftir viðræðum um sé gert ráð fyrir fiskvinnslu og engri annarri starfsemi. "Svo hefur verið í langann tíma samkvæmt skipulagi okkar og það stendur ekki til að breyta því," segir Gísli Gíslason. "HB Grandi hefur umráðarétt á þeirri lóð sem fiskvinnsla þeirra stendur á núna samkvæmt lóðasamningi þar um. Sá samningur kveður á um að lóðin sé einungis nýtt undir fiskvinnslu og útgerð." Eggert B. Guðmundsson segir í samtali við visir.is að hann viti vel af þeim skilyrðum sem fylgja lóð þeirri sem þeir óska eftir að fá til umráða. Aðspurður um hvernig það samræmist að sækja um lóðina samhliða að tilkynna flutning á allri fiskvinnslu fyrirtækisins upp á Akranes ítrekar hann að þeir séu ekki tilbúnir nú að gefa upp áform sín hvað varðar þessa lóð. "Við tökum eitt skerf í einu í þessu máli og óskuðum því eftir viðræðum við hafnarstjórn. Gísli segir að Faxaflóahafnir muni að sjálfsögðu verða við óskum HB Granda um viðræður um þessa lóð. Verður erindi HB Granda þess efnis rætt á fundinum í dag. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðdegis í dag verður m.a. rætt um óskir HB Granda um að fá ca. 8000 fm lóð til afnota í Örfirisey. Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda segir í samtali við visir.is að hann sé ekki tilbúinn að greina frá því til hvers fyrirtækið ætli sér að nýta lóðina. Um er að ræða eina dýrustu lóð í borginni og má áætla að virði hennar sé ekki undir 1,5 milljarði kr. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að á þeirri lóð sem HB Grandi hefur óskað eftir viðræðum um sé gert ráð fyrir fiskvinnslu og engri annarri starfsemi. "Svo hefur verið í langann tíma samkvæmt skipulagi okkar og það stendur ekki til að breyta því," segir Gísli Gíslason. "HB Grandi hefur umráðarétt á þeirri lóð sem fiskvinnsla þeirra stendur á núna samkvæmt lóðasamningi þar um. Sá samningur kveður á um að lóðin sé einungis nýtt undir fiskvinnslu og útgerð." Eggert B. Guðmundsson segir í samtali við visir.is að hann viti vel af þeim skilyrðum sem fylgja lóð þeirri sem þeir óska eftir að fá til umráða. Aðspurður um hvernig það samræmist að sækja um lóðina samhliða að tilkynna flutning á allri fiskvinnslu fyrirtækisins upp á Akranes ítrekar hann að þeir séu ekki tilbúnir nú að gefa upp áform sín hvað varðar þessa lóð. "Við tökum eitt skerf í einu í þessu máli og óskuðum því eftir viðræðum við hafnarstjórn. Gísli segir að Faxaflóahafnir muni að sjálfsögðu verða við óskum HB Granda um viðræður um þessa lóð. Verður erindi HB Granda þess efnis rætt á fundinum í dag.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira