Innlent

Keyrt á tíu ára gamlan dreng í Búðardal

Keyrt var á tíu ára gamlan dreng á Vesturbraut í Búðardal um fjögurleytið í dag. Drengurinn hjólaði í veg fyrir bifreið með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi rotaðist drengurinn við höggið og hruflaðist á líkama. Talið er að hjálmur sem hann var með hafi hins vegar bjargað honum frá alvarlegri meiðslum. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til öryggis þar sem með honum verður fylgst í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×