Innlent

Grímseyjarhreppur lagðist gegn kaupum á M/V Oilean Arann

Grímseyjarferja.
Grímseyjarferja. MYND/VG

Sveitarstjórn Grímseyjarhrepps mælti gegn því að gengið yrði frá kaupum á skipinu M/V Oilean Arann vegna endurnýjunar á Grímseyjarferju. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarstjórninni. Þá vísar sveitarstjórnin því á bug sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar að engar athugasemdir hafi borist frá Grímseyingum vegna málsins.

Í yfirlýsingu sveitarstjórnar Grímseyjarhrepps er vísað í tölvupóst sem sveitarstjórnin sendi til samgönguráðuneytisins í september árið 2005 vegna kaupa á M/V Oilean Arann. Þar segir að sveitarstjórnin geti ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á skipinu að svo stöddu. Eru meðal annars gerðar athugasemdir við kostnaðaráætlun vegna viðgerða á skipinu og talið varhugavert að hann verði minni en smíði nýs skips.

Þá kemur ennfremur fram í yfirlýsingu sveitarstjórnar Grímseyjarhrepps að í rannsókn málsins hafi aldrei verið haft samband við neinn í sveitarstjórninni. Hvorki til að fá álit, athugasemdir né til að leita eftir gögnum um málið.

Sjá yfirlýsingu sveitarstjórnar Grímseyjarhrepps hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×