Innlent

Sparisjóðir Skagfirðinga og Siglufjarðar verða sameinaðir

Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Skagfirðinga samþykktu á miklum hitafundi nú undir kvöld að sameina sparisjóðinn Sparisjóði Siglufjarðar. Minni stofnfjáreigendur greiddu atkvæði á móti sameiningunni en voru bornir ofurliði.

Allt greiddu 96 stofnfjáreigendur atkvæði í kosningunum.

Sparisjóður Skagfirðinga sameinast nú Sparisjóðnum á Siglufirði sem er í eigu Sparisjóðs Mýrarsýslu. Á fjögurra klukkustunda tilfinningaþrungnum fundi á Sauðárkróki í dag varð fljótt ljóst að þó meirihluti stofnfjáreigenda væri á móti sameiningunni, þá réðu atkvæði minnihluta manna sem eiga stærri hlut í sparisjóðnum.

Alls greiddu 96 stofnfjáreigendur atkvæði í kosningunum. Já sögðu 36 með jafngildi 2.649 atkvæða. Nei sögðu 60 með jafngildi 760 atkvæða.

Sparisjóðurinn var kominn undir lögbundið eiginfjárhlutfall og fulltrúar Fjármálaeftirlitsins fylgdust með því sem fram fór. Niðurstaðan var' sú að litli sparisjóðurinn stækkar - en heimamenn óttast að hann missi grasrótartengingu sína í Skagafirði.

 

 



 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×