Hefur áhyggjur af því að frístundakortin verði misnotuð Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. ágúst 2007 14:23 Mynd/ GVA Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld hafi áhyggjur af því að einhver félög kunni að nýta sér frístundakort ÍTR til að hækka gjaldskrár sínar. Því hafi borgin kortlagt gjaldskrár aftur í tímann til að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir. Byrjað verður að innleiða frístundakort ÍTR í september. Miðað er við 12.000 króna framlagi frá borginni í fyrsta áfanga. Annar áfangi hefst 1. janúar 2008 og er þá miðað við 25 þúsund króna framlag á árinu. Með þriðja áfanga, í upphafi árs 2009, lýkur innleiðingu kerfisins. Er þá miðað við að árlegt framlag borgarinnar til íþróttaþátttöku hvers barns verði 40 þúsund krónur. Björn Ingi segir ljóst að íþróttafélögin þurfi reglulega að endurskoða gjaldskrár sínar vegna verðlagsbreytinga. Það sé yfirleitt gert á haustin og því kunni að verða vart við einhverjar hækkanir. Björn Ingi hvetur foreldra til að vera vakandi og vill að sameiginlega verði fylgst með því að ekki verði um óeðlilegar gjaldskrárbreytingar að ræða. Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri KR, segist gera ráð fyrir að einhverjar hækkanir verði hjá KR. Líklegt sé að gjald fyrir fótboltann hækki um 6-10%. Nú er gjaldið um 33 þúsund krónur fyrir eldri börn en 22 þúsund fyrir þau yngstu. Ingólfur segir að hækkanir verði sjálfsagt misjafnar eftir deildum. Ingólfur segir að borgaryfirvöld hafi sett ákveðnar kvaðir vegna kortanna og muni fylgjast með því að engar óeðlilegar hækkanir verði eftir að frístundakortið verður innleitt. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri ÍR, tekur í sama streng og Ingólfur. Hörður segir að kostnaður við þátttöku sé misjafn eftir deildum og aldri barna en sé á bilinu 20-50 þúsund. Hörður hefur ekki heyrt að deildir innan ÍR ætli að hækka æfingagjöld. Hins vegar bendir hann á að launagjöld muni sennilegast hækka vegna kvaða frá skattinum og það geti þýtt hærri æfingagjöld. Bæði Ingólfur og Hörður lofa því að frístundakortin skili sér í minni kostnaði fyrir foreldra og hvetja foreldra til að sækja um þau. Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld hafi áhyggjur af því að einhver félög kunni að nýta sér frístundakort ÍTR til að hækka gjaldskrár sínar. Því hafi borgin kortlagt gjaldskrár aftur í tímann til að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir. Byrjað verður að innleiða frístundakort ÍTR í september. Miðað er við 12.000 króna framlagi frá borginni í fyrsta áfanga. Annar áfangi hefst 1. janúar 2008 og er þá miðað við 25 þúsund króna framlag á árinu. Með þriðja áfanga, í upphafi árs 2009, lýkur innleiðingu kerfisins. Er þá miðað við að árlegt framlag borgarinnar til íþróttaþátttöku hvers barns verði 40 þúsund krónur. Björn Ingi segir ljóst að íþróttafélögin þurfi reglulega að endurskoða gjaldskrár sínar vegna verðlagsbreytinga. Það sé yfirleitt gert á haustin og því kunni að verða vart við einhverjar hækkanir. Björn Ingi hvetur foreldra til að vera vakandi og vill að sameiginlega verði fylgst með því að ekki verði um óeðlilegar gjaldskrárbreytingar að ræða. Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri KR, segist gera ráð fyrir að einhverjar hækkanir verði hjá KR. Líklegt sé að gjald fyrir fótboltann hækki um 6-10%. Nú er gjaldið um 33 þúsund krónur fyrir eldri börn en 22 þúsund fyrir þau yngstu. Ingólfur segir að hækkanir verði sjálfsagt misjafnar eftir deildum. Ingólfur segir að borgaryfirvöld hafi sett ákveðnar kvaðir vegna kortanna og muni fylgjast með því að engar óeðlilegar hækkanir verði eftir að frístundakortið verður innleitt. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri ÍR, tekur í sama streng og Ingólfur. Hörður segir að kostnaður við þátttöku sé misjafn eftir deildum og aldri barna en sé á bilinu 20-50 þúsund. Hörður hefur ekki heyrt að deildir innan ÍR ætli að hækka æfingagjöld. Hins vegar bendir hann á að launagjöld muni sennilegast hækka vegna kvaða frá skattinum og það geti þýtt hærri æfingagjöld. Bæði Ingólfur og Hörður lofa því að frístundakortin skili sér í minni kostnaði fyrir foreldra og hvetja foreldra til að sækja um þau.
Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira