Innlent

Alvarlegt umerðarslys við Grímslæk í Ölfusi

Alvarlegt umferðarslys átti sér stað við Grímslæk í Ölfusi síðdegis í dag. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann valt útaf veginum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn til að sækja ökumanninn.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom tilkynning um slysið um klukkan 18.20 í dag. Þyrlan lagði af stað klukkan 18.33 og kom aftur með þann slasaða til Reykjavíkur.

Von er á frekari upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×