Innlent

Erlendum starfsmönnum fjölgar

Júlí er annar mánuðurinn í röð þar sem töluvert fleiri starfsmenn koma til landsins en raunin var á sama tíma í fyrra. Í júlí í ár voru útgefin atvinnuleyfi og fjöldi skráninga samtals 936 samanborið við 450 í júlí í fyrra.

Fjallað er um málið í morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að tölur um fjölda útgefinna atvinnuleyfa og fjölda skráninga strafsmanna frá nýju ríkjum ESB bendir til að kraftur sé aftur að færast í komur erlendra starfsmanna til landsins. Fyrstu mánuði ársins dró úr aukningunni og sé litið á fyrstu sjö mánuði ársins í heild voru samtals útgefin atvinnuleyfi og skráningar 5.017 samanborið við 5.087 á sama tíma árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×