Fleiri fréttir Herþotur og sérsveitarmenn streyma til landsins Menn og farartæki sem notuð verða á varnaræfingunni Norður-Víkingnum, sem hefst formlega á morgun, hafa streymt til landsins undanfarna daga og koma síðustu þátttakendurnir í dag. 13.8.2007 12:24 Tékkalög verða endurskoðuð á næstunni Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að tékkalög verði endurskoðuð á næstunni með það að markmiði að skerpa þannig á þeim að það liggi fyrir með skýrum hætti að bankarnir hafa ekki heimild til þess að beita viðskiptamenn sína viðurlögum á þeim grundvelli heldur sé yfirdráttarkostnaður hluti af viðskiptasamkomulagi bankanna og viðskiptavina þeirra. 13.8.2007 12:14 Mæla Kárahnjúkasvæðið seinna í mánuðinum Skjálftarnir við Upptyppinga tengjast ekki Öskju samkvæmt mælingum sem jarðvísindamenn gerðu á svæðinu. Vísindamennirnir eru nú að störfum við Mývatn en munu síðar í mánuðinum fara að Kárahnjúkavirkjun til mælinga. 13.8.2007 12:12 Ríki og borg vinni einnig að því að bæta ástandið Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hyggst boða fulltrúa Reykjavíkurborgar og skemmtistaða í miðborginni á sinn fund til þess að reyna að finna leiðir til þess að uppræta það sem hann kallar ómenningu sem þrífst í miðbænum um helgar. Veitingahúsaeigandi í miðbænum segist reiðubúinn til viðræðna en segir að endurskoða þurfi lög sem snúa að veitingarekstri í miðbænum. 13.8.2007 12:11 Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitta geta upplýsingar um mannaferðir í og við Sigtún á Selfossi í nótt sem leið að hafa samband við lögreglu. Eldur kom upp í bílskúr við fasteignasöluna Bakka við Sigtún í nótt og telur lögregla allar líkur á því að um íkveikju sé að ræða. 13.8.2007 11:59 Bílvelta á Hólsfjallavegi Bíll velti á Hólsfjallavegi á fimmta tímanum í gær. Ökumaður og farþegar sluppu ómeiddir. Lögreglan segir að árlega eyðileggist fjölmargir bílar á þessum vegi þegar ferðamenn velta þeim. 13.8.2007 11:46 Um 100 þúsund kr. á mann úr Samvinnutryggingum Venjuleg fjölskylda sem tryggði hjá Samvinnutryggingum gt árin 1987 og 1988 má búast við að fá að meðaltali um 100.000 kr. eftir að skiptum á félaginu lýkur í ár. Kristinn Hallgrímsson hrl. formaður skiptanefndarinnar segir að þeir hafi tekið stikkprufur á hvaða upphæðir hver fái og þetta sé niðurstaðan. 13.8.2007 10:09 Fjölmennt tónlistarnámskeið barna Um eitt hundrað og fimmtíu börn á aldrinum fjögurra til sextán ára taka næstu vikuna þátt í alþjóðlegu tónlistarnámskeiði á vegum íslenska Suzukisambandsins. 12.8.2007 20:30 Verðlaunuðu fyrir árangur í Ástarvikunni Foreldrar barna sem komu undir á Ástarviku í Bolungarvík í fyrra voru verðlaunaðir á Ástarvikunni í dag. Yfirlýstur tilgangur vikunnar er að fjölga íbúum bæjarins. Faðmlaganámskeið er á meðal þess sem í boði er. 12.8.2007 20:15 Gagnrýnir lista vegna heimsminjaskrár Þingmaður Vinstri-grænna telur að Þjórsárver hefðu átt að vera á lista yfir framtíðartilnefningar Íslands á heimsminjaskrá UNESCO sem samþykktur var í ríkisstjórn á föstudag. Þingmaðurinn segir listann sýna að haldið verði áfram með virkjunaráform í neðri hluta Þjórsár. Ekki sé eðlilegt að nefndin sem sér um heimsminjaskrá sé skipuð stjórnmálamönnum en ekki fagaðilum. 12.8.2007 19:46 Nýjar tegundir höfrunga við Íslandsstrendur Tvær nýjar tegundir höfrunga fundust hér við land við hvalatalningu í sumar. Hvalasérfræðingur segir að sjávardýr, sem áður hafi haldið sig mun sunnar, séu nú að færa sig norður á bóginn vegna hlýnunar sjávar. Í talningunni kom einnig í ljós að hrefnu hafði fækkað á svæðum þar sem hún var áður algeng. 12.8.2007 19:39 Neyðarhjól koma að góðum notum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú til umráða mótorhjól til að veita fyrstu aðstoð þegar umferð er mikil og erfiðlega getur gengið að koma sjúkrabíl á staðinn. Hjólið hefur reynst vel og fór til að mynda í þrjú útköll niður í miðbæ Reykjavíkur í gærdag. 12.8.2007 19:03 Vilja fara stystu leið Stytting þjóðvegarins við Hornafjörð þolir enga bið segir forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar. Hann segir bæjarstjórn einhuga í afstöðu sinni um málið enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Landeigendur á Nesjum við Hornafjörð hafa kært úrskurð umhverfisráðherra frá í maí og vilja að aðrar leiðir verði farnar. 12.8.2007 19:01 Akstur á akreinum fyrir strætó skapar hættu Þeir sem aka á sérmerktum akreinum fyrir strætisvagna skapa óþarfa hættu í umferðinni, segir lögregla. Fréttastofa náði myndum af fimm ökumönnum sem leiddust þófið í umferðarþunganum á föstudag. 12.8.2007 18:59 Jökla verður laxveiðiá Búið er að breyta Jöklu í laxveiðiá. Áin, sem áður var mórauð og úfin, er nú tær bróðurpart ársins. Um fimmtíu þúsund laxaseiðum var sleppt þarna í vor í tilraunaskyni og útlit er fyrir að á komandi árum verði hægt að stunda stangveiði í þessu gamla jökulfljóti. 12.8.2007 18:58 Víkingainnrásin sögð á enda Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Forstjóri Baugs segir sókn félagsins á markaði í Bretlandi hvergi nærri lokið. 12.8.2007 18:45 Færeyingar fjölmenna á menningarnótt Frændur okkar frá Færeyjum eru sérstakir gestir Menningarnætur í ár. Hátt á fjórða tug listamanna leggja leið sína þaðan til okkar og ætla að sýna brot af því besta af bæði færeyskri myndlist og tónlist. Upplýsingarmiðstöð Þórshafnar verður einnig með í för og því hægt að nálgast allskyns upplýsingar um þennan eyjaklasa sem telur 18 eyjar í allt sem á búa 48.000 manns. 12.8.2007 17:09 Deilur um Hornafjarðarveg Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins. 12.8.2007 12:13 Erill hjá lögreglu á Dalvík Mikið fjölmenni er enn á Fiskidögum á Dalvík. Talið er þar séu nú um 10 til 15 þúsund manns en í gær voru þar upp undir 40 þúsund manns. Mikill erill var hjá lögreglunni á Dalvík í nótt vegna þessa og í morgun var lögregla enn að hafa afskipti af fólki sem var ofurölvi. 12.8.2007 12:12 Neyðarhjól koma að góðum notum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú til umráða mótorhjól til að veita fyrstu aðstoð þegar umferð er mikil og erfiðlega getur verið að koma sjúkrabíl á staðinn. Hjólið hefur reynst vel og fór til að mynda í þrjú útköll niður í miðbæ Reykjavíkur í gærdag. 12.8.2007 12:10 Passið ykkur á Hólsfjallavegi Hólsfjallavegur, vegur 864, sem liggur meðfram Jökulsá á Fjöllum og hjá Dettifossi að austanverðu, er mjög grófur og erfiður yfirferðar. Verið er að vinna við hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Umferð um Vesturlandsveg við vegamót Þingvallavegar hefur verið hliðrað til vesturs og er nú ekið um vestari hluta hringtorgsins. 12.8.2007 11:27 Fangageymslur fullar 12.8.2007 10:18 Á flótta á nærunum einum 12.8.2007 10:16 Hópslagsmál á veitingastað 12.8.2007 10:14 Perri á reiðhjóli 12.8.2007 10:13 Bjargað af þaki bíls í miðri á Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli bjargaði í gærkvöldi karlmanni sem var fastur á þaki bíls í miðri Gilsá í Markárfljóti. Svo virðist sem maðurinn hafi villst af leið og farið yfir ána á röngum stað. Bíll hans hafði borist niður ána nokkurn spöl þegar honum var bjargað. 12.8.2007 09:45 Stúlka kastaðist upp á framrúðu bifreiðar Sextán ára stúlka kastaðist upp á framrúðu bifreiðar sem ók aftan á mótorhjól sem hún var farþegi á um sjöleytið í dag. Þetta gerðist á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Mótorhjólið hafði numið staðar á gatnamótunum. 11.8.2007 20:32 Rosa fjör á Króksmóti Óhætt er að segja að Sauðárkrókur sé iðandi af lífi þessa dagana, en í morgun hófst hið árlega Króksmót fyrir 5., 6., og 7. flokk drengja og stúlkna í fótbolta. Mótið setti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnudeildar Tindstóls, á vel heppnaðri setningarathöfn í morgun, en þetta er 20. Króksmótið sem félagið heldur. 11.8.2007 20:06 Lækkunin á síðustu vikum nemur milljörðum króna Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum náðu að rétta sig aðeins af fyrir lokun í gærkvöldi eftir snarpa lækkun fyrr um daginn. Hlutabréf lækkuðu um allan heim í gær og hafa íslensk hlutabréf lækkað um fjögur hundruð milljarða króna á síðustu vikum. 11.8.2007 19:34 Áhrif veikingar krónunnar á síðustu vikum Gengislækkun krónunnar undanfarið hefur haft þau áhrif að tuttugu milljóna króna lán sem var tekið um miðjan júlí hefur hækkað um tvær milljónir króna. Á sama tíma hefur þeim Íslendingum fjölgað sem hafa kosið að taka lán í erlendri mynt og veðja þannig á stöðugt gengi krónunnar. 11.8.2007 19:20 Fjölmenni á Fiskideginum mikla Talið er að hátt í fjörtíu þúsund manns hafi tekið þátt í Fiskideginum mikla á Dalvík í dag. Veðrið lék við gesti sem gæddu sér meðal annars á silung, saltfiskbollum og hrefnukjöti. 11.8.2007 19:15 Fagna afmæli konungs Enginn núlifandi konungur hefur ríkt eins lengi og Rama níundi, konungur Tælands, og innan tveggja ára verður hann sá þjóðhöfðingi sem lengst hefur verið við völd í heimssögunni. Í dag var áttræðis afmælis Rama níunda minnst um allan heim, meðal annars hér á Íslandi. 11.8.2007 19:14 Gleði í gleðigöngu Hinsegin daga Næstum þriðjungur Íslendinga sleikti sólina á útihátíðum á landinu í dag. Lögregla telur að ríflega fimmtíu þúsund manns hafi gengið niður Laugaveginn í Reykjavík í Gleðigöngu til stuðnings réttindabaráttu samkynhneygðra. Það þýðir að aldrei hafi fleiri Íslendingar verið saman komnir á einum stað en í miðbænum í dag. 11.8.2007 19:06 Vilja hluta af Kolaportinu undir bílastæði Minnihlutinn í borgarstjórn reynir nú að koma í veg fyrir að tollstjóri fái 5000 fermetra bílastæði með viðbyggingu ofan jarðar við tollhúsið. Til þess að koma stæðinu fyrir þyrfti að ganga á húsnæði Kolaportsins. Aðstandendur þess hafa miklar áhyggjur af málinu. 11.8.2007 16:14 Kostun Sýnar 2 tryggð í þrjú ár Í dag voru staðfestir samningar um kostun Sýnar 2 til næstu þriggja ára. Kostunaraðilar eru Vodafone, 10-11, Iceland Express og vátryggingafélagið Vörður. Ari Edwald, forstjóri 365, sagði við þetta tækifæri að kostendur tryggðu að Enski boltinn bærist um land allt á hagstæðum kjörum. 11.8.2007 15:34 Tugir þúsunda í Gleðigöngu Gleðigangan Gay Pride lagði af stað í dag klukkan tvö frá Hlemmi. Hún fór niður Laugarveg og Bankastræti að Arnarhóli. Þar hófust útitónleikar fyrir stundu sem standa yfir í um 90 mínútur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tóku tugir þúsunda þátt í göngunni. Bein útsending var frá göngunni á visir.is. 11.8.2007 13:49 Börn hlaupa fyrir börn Í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Glitnis 18. ágúst nk. verður í annað sinn efnt til Latabæjarhlaups sem er sérstaklega ætlað börnum 9 ára og yngri. Í ár munu þátttökugjöldin í hlaupinu renna óskipt til UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í fyrra hlupu um 4.200 börn og standa vonir til að a.m.k. jafnmargir hlaupi í ár. Þátttökugjaldið í ár er það sama og í fyrra eða 800 kr. 11.8.2007 13:42 Hlupu með íþróttaálfinum Íþróttaálfurinn brá á leik með hópi barna fyrir utan aðalbyggingu Háskóla Íslands í morgun. Tilgangurinn var að kynna Latabæjarhlaupið sem fer fram næsta laugardag, á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Glitnis. 11.8.2007 12:16 Brauðmeti hækkar frá og með næstu mánaðarmótum Kaupmönnum hefur verið tilkynnt um hækkanir á brauðmeti frá og með næstu mánaðarmótum. Ýmsar vísbendingar eru uppi um að innfluttar matvörur kunni að hækka á næstunni vegna þróunar á heimsmarkaði. 11.8.2007 12:10 Grímseyjarferjan er mesta skrifli 11.8.2007 09:50 Fiskidagurinn mikli á Dalvík Í dag er Fiskidagurinn mikli haldinn hátíðlegur á Dalvík en talið er að hátt í tíu þúsund manns hafi verið komnir á tjaldvæði bæjarins í gær. Í gærkvöldi buðu heimamenn gestum og gangandi upp á fiskisúpu. 11.8.2007 09:49 Hoppandi reiður innbrotsþjófur og ölvaður golfari Tólf gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ýmist fyrir að keyra fullir eða fyrir að vera ofurölvi. Þrír ungir piltar gerðu tilraun til að brjótast inn í efnalaug í vesturbænum í nótt. Árvökull nágranni kallaði til lögreglu en þegar hún kom á staðinn voru piltarnir á bak og burt. Þeir náðust skömmu seinna en þá hafði hljaupið í kekki á milli þeirra og brotist út slagsmál. 11.8.2007 09:39 Bein útsending frá gleðigöngu Gleðigangan Gay Pride leggur af stað í dag klukkan tvö frá Hlemmi, niður Laugarveg og Bankastræti að Arnarhól. Byrjað verður að setja gönguna saman klukkan 12 á hádegi. Gangan er liður í Hinsegin dögum, baráttudögum homma og lesbía. Vegna göngunnar og þeirrar dagskrá sem verður í miðbænum í dag verður Lækjargötu lokað frá Skólabrú að Geirsgötu fram eftir degi. 11.8.2007 09:30 Fjölmenni á leið til Dalvíkur Mikil umferð streymir nú í átt að Dalvík en Fiskidagar hófust þar í dag. Samkvæmt lögreglunni á Akureyri hefur allt gengið vel. Enginn hefur verið tekinn fyrir ölvunar- eða lyfjaakstur og ökumenn hafa virt hraðatakmörk. 10.8.2007 22:22 Slökkvilið kallað að Hafnarbraut Slökkvilið var kallað að Hafnarbraut í Kópavogi fyrir stundu vegna reyks sem lagði frá húsi í götunni. Slökkviliðsmenn fóru upp á þak hússins til að kanna aðstæður en enginn eldur virðist hafa verið í húsinu. Talið er að reykinn hafi lagt frá reykofni sem er í húsinu. 10.8.2007 21:18 Sjá næstu 50 fréttir
Herþotur og sérsveitarmenn streyma til landsins Menn og farartæki sem notuð verða á varnaræfingunni Norður-Víkingnum, sem hefst formlega á morgun, hafa streymt til landsins undanfarna daga og koma síðustu þátttakendurnir í dag. 13.8.2007 12:24
Tékkalög verða endurskoðuð á næstunni Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að tékkalög verði endurskoðuð á næstunni með það að markmiði að skerpa þannig á þeim að það liggi fyrir með skýrum hætti að bankarnir hafa ekki heimild til þess að beita viðskiptamenn sína viðurlögum á þeim grundvelli heldur sé yfirdráttarkostnaður hluti af viðskiptasamkomulagi bankanna og viðskiptavina þeirra. 13.8.2007 12:14
Mæla Kárahnjúkasvæðið seinna í mánuðinum Skjálftarnir við Upptyppinga tengjast ekki Öskju samkvæmt mælingum sem jarðvísindamenn gerðu á svæðinu. Vísindamennirnir eru nú að störfum við Mývatn en munu síðar í mánuðinum fara að Kárahnjúkavirkjun til mælinga. 13.8.2007 12:12
Ríki og borg vinni einnig að því að bæta ástandið Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hyggst boða fulltrúa Reykjavíkurborgar og skemmtistaða í miðborginni á sinn fund til þess að reyna að finna leiðir til þess að uppræta það sem hann kallar ómenningu sem þrífst í miðbænum um helgar. Veitingahúsaeigandi í miðbænum segist reiðubúinn til viðræðna en segir að endurskoða þurfi lög sem snúa að veitingarekstri í miðbænum. 13.8.2007 12:11
Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitta geta upplýsingar um mannaferðir í og við Sigtún á Selfossi í nótt sem leið að hafa samband við lögreglu. Eldur kom upp í bílskúr við fasteignasöluna Bakka við Sigtún í nótt og telur lögregla allar líkur á því að um íkveikju sé að ræða. 13.8.2007 11:59
Bílvelta á Hólsfjallavegi Bíll velti á Hólsfjallavegi á fimmta tímanum í gær. Ökumaður og farþegar sluppu ómeiddir. Lögreglan segir að árlega eyðileggist fjölmargir bílar á þessum vegi þegar ferðamenn velta þeim. 13.8.2007 11:46
Um 100 þúsund kr. á mann úr Samvinnutryggingum Venjuleg fjölskylda sem tryggði hjá Samvinnutryggingum gt árin 1987 og 1988 má búast við að fá að meðaltali um 100.000 kr. eftir að skiptum á félaginu lýkur í ár. Kristinn Hallgrímsson hrl. formaður skiptanefndarinnar segir að þeir hafi tekið stikkprufur á hvaða upphæðir hver fái og þetta sé niðurstaðan. 13.8.2007 10:09
Fjölmennt tónlistarnámskeið barna Um eitt hundrað og fimmtíu börn á aldrinum fjögurra til sextán ára taka næstu vikuna þátt í alþjóðlegu tónlistarnámskeiði á vegum íslenska Suzukisambandsins. 12.8.2007 20:30
Verðlaunuðu fyrir árangur í Ástarvikunni Foreldrar barna sem komu undir á Ástarviku í Bolungarvík í fyrra voru verðlaunaðir á Ástarvikunni í dag. Yfirlýstur tilgangur vikunnar er að fjölga íbúum bæjarins. Faðmlaganámskeið er á meðal þess sem í boði er. 12.8.2007 20:15
Gagnrýnir lista vegna heimsminjaskrár Þingmaður Vinstri-grænna telur að Þjórsárver hefðu átt að vera á lista yfir framtíðartilnefningar Íslands á heimsminjaskrá UNESCO sem samþykktur var í ríkisstjórn á föstudag. Þingmaðurinn segir listann sýna að haldið verði áfram með virkjunaráform í neðri hluta Þjórsár. Ekki sé eðlilegt að nefndin sem sér um heimsminjaskrá sé skipuð stjórnmálamönnum en ekki fagaðilum. 12.8.2007 19:46
Nýjar tegundir höfrunga við Íslandsstrendur Tvær nýjar tegundir höfrunga fundust hér við land við hvalatalningu í sumar. Hvalasérfræðingur segir að sjávardýr, sem áður hafi haldið sig mun sunnar, séu nú að færa sig norður á bóginn vegna hlýnunar sjávar. Í talningunni kom einnig í ljós að hrefnu hafði fækkað á svæðum þar sem hún var áður algeng. 12.8.2007 19:39
Neyðarhjól koma að góðum notum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú til umráða mótorhjól til að veita fyrstu aðstoð þegar umferð er mikil og erfiðlega getur gengið að koma sjúkrabíl á staðinn. Hjólið hefur reynst vel og fór til að mynda í þrjú útköll niður í miðbæ Reykjavíkur í gærdag. 12.8.2007 19:03
Vilja fara stystu leið Stytting þjóðvegarins við Hornafjörð þolir enga bið segir forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar. Hann segir bæjarstjórn einhuga í afstöðu sinni um málið enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Landeigendur á Nesjum við Hornafjörð hafa kært úrskurð umhverfisráðherra frá í maí og vilja að aðrar leiðir verði farnar. 12.8.2007 19:01
Akstur á akreinum fyrir strætó skapar hættu Þeir sem aka á sérmerktum akreinum fyrir strætisvagna skapa óþarfa hættu í umferðinni, segir lögregla. Fréttastofa náði myndum af fimm ökumönnum sem leiddust þófið í umferðarþunganum á föstudag. 12.8.2007 18:59
Jökla verður laxveiðiá Búið er að breyta Jöklu í laxveiðiá. Áin, sem áður var mórauð og úfin, er nú tær bróðurpart ársins. Um fimmtíu þúsund laxaseiðum var sleppt þarna í vor í tilraunaskyni og útlit er fyrir að á komandi árum verði hægt að stunda stangveiði í þessu gamla jökulfljóti. 12.8.2007 18:58
Víkingainnrásin sögð á enda Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Forstjóri Baugs segir sókn félagsins á markaði í Bretlandi hvergi nærri lokið. 12.8.2007 18:45
Færeyingar fjölmenna á menningarnótt Frændur okkar frá Færeyjum eru sérstakir gestir Menningarnætur í ár. Hátt á fjórða tug listamanna leggja leið sína þaðan til okkar og ætla að sýna brot af því besta af bæði færeyskri myndlist og tónlist. Upplýsingarmiðstöð Þórshafnar verður einnig með í för og því hægt að nálgast allskyns upplýsingar um þennan eyjaklasa sem telur 18 eyjar í allt sem á búa 48.000 manns. 12.8.2007 17:09
Deilur um Hornafjarðarveg Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins. 12.8.2007 12:13
Erill hjá lögreglu á Dalvík Mikið fjölmenni er enn á Fiskidögum á Dalvík. Talið er þar séu nú um 10 til 15 þúsund manns en í gær voru þar upp undir 40 þúsund manns. Mikill erill var hjá lögreglunni á Dalvík í nótt vegna þessa og í morgun var lögregla enn að hafa afskipti af fólki sem var ofurölvi. 12.8.2007 12:12
Neyðarhjól koma að góðum notum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú til umráða mótorhjól til að veita fyrstu aðstoð þegar umferð er mikil og erfiðlega getur verið að koma sjúkrabíl á staðinn. Hjólið hefur reynst vel og fór til að mynda í þrjú útköll niður í miðbæ Reykjavíkur í gærdag. 12.8.2007 12:10
Passið ykkur á Hólsfjallavegi Hólsfjallavegur, vegur 864, sem liggur meðfram Jökulsá á Fjöllum og hjá Dettifossi að austanverðu, er mjög grófur og erfiður yfirferðar. Verið er að vinna við hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Umferð um Vesturlandsveg við vegamót Þingvallavegar hefur verið hliðrað til vesturs og er nú ekið um vestari hluta hringtorgsins. 12.8.2007 11:27
Bjargað af þaki bíls í miðri á Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli bjargaði í gærkvöldi karlmanni sem var fastur á þaki bíls í miðri Gilsá í Markárfljóti. Svo virðist sem maðurinn hafi villst af leið og farið yfir ána á röngum stað. Bíll hans hafði borist niður ána nokkurn spöl þegar honum var bjargað. 12.8.2007 09:45
Stúlka kastaðist upp á framrúðu bifreiðar Sextán ára stúlka kastaðist upp á framrúðu bifreiðar sem ók aftan á mótorhjól sem hún var farþegi á um sjöleytið í dag. Þetta gerðist á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Mótorhjólið hafði numið staðar á gatnamótunum. 11.8.2007 20:32
Rosa fjör á Króksmóti Óhætt er að segja að Sauðárkrókur sé iðandi af lífi þessa dagana, en í morgun hófst hið árlega Króksmót fyrir 5., 6., og 7. flokk drengja og stúlkna í fótbolta. Mótið setti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnudeildar Tindstóls, á vel heppnaðri setningarathöfn í morgun, en þetta er 20. Króksmótið sem félagið heldur. 11.8.2007 20:06
Lækkunin á síðustu vikum nemur milljörðum króna Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum náðu að rétta sig aðeins af fyrir lokun í gærkvöldi eftir snarpa lækkun fyrr um daginn. Hlutabréf lækkuðu um allan heim í gær og hafa íslensk hlutabréf lækkað um fjögur hundruð milljarða króna á síðustu vikum. 11.8.2007 19:34
Áhrif veikingar krónunnar á síðustu vikum Gengislækkun krónunnar undanfarið hefur haft þau áhrif að tuttugu milljóna króna lán sem var tekið um miðjan júlí hefur hækkað um tvær milljónir króna. Á sama tíma hefur þeim Íslendingum fjölgað sem hafa kosið að taka lán í erlendri mynt og veðja þannig á stöðugt gengi krónunnar. 11.8.2007 19:20
Fjölmenni á Fiskideginum mikla Talið er að hátt í fjörtíu þúsund manns hafi tekið þátt í Fiskideginum mikla á Dalvík í dag. Veðrið lék við gesti sem gæddu sér meðal annars á silung, saltfiskbollum og hrefnukjöti. 11.8.2007 19:15
Fagna afmæli konungs Enginn núlifandi konungur hefur ríkt eins lengi og Rama níundi, konungur Tælands, og innan tveggja ára verður hann sá þjóðhöfðingi sem lengst hefur verið við völd í heimssögunni. Í dag var áttræðis afmælis Rama níunda minnst um allan heim, meðal annars hér á Íslandi. 11.8.2007 19:14
Gleði í gleðigöngu Hinsegin daga Næstum þriðjungur Íslendinga sleikti sólina á útihátíðum á landinu í dag. Lögregla telur að ríflega fimmtíu þúsund manns hafi gengið niður Laugaveginn í Reykjavík í Gleðigöngu til stuðnings réttindabaráttu samkynhneygðra. Það þýðir að aldrei hafi fleiri Íslendingar verið saman komnir á einum stað en í miðbænum í dag. 11.8.2007 19:06
Vilja hluta af Kolaportinu undir bílastæði Minnihlutinn í borgarstjórn reynir nú að koma í veg fyrir að tollstjóri fái 5000 fermetra bílastæði með viðbyggingu ofan jarðar við tollhúsið. Til þess að koma stæðinu fyrir þyrfti að ganga á húsnæði Kolaportsins. Aðstandendur þess hafa miklar áhyggjur af málinu. 11.8.2007 16:14
Kostun Sýnar 2 tryggð í þrjú ár Í dag voru staðfestir samningar um kostun Sýnar 2 til næstu þriggja ára. Kostunaraðilar eru Vodafone, 10-11, Iceland Express og vátryggingafélagið Vörður. Ari Edwald, forstjóri 365, sagði við þetta tækifæri að kostendur tryggðu að Enski boltinn bærist um land allt á hagstæðum kjörum. 11.8.2007 15:34
Tugir þúsunda í Gleðigöngu Gleðigangan Gay Pride lagði af stað í dag klukkan tvö frá Hlemmi. Hún fór niður Laugarveg og Bankastræti að Arnarhóli. Þar hófust útitónleikar fyrir stundu sem standa yfir í um 90 mínútur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tóku tugir þúsunda þátt í göngunni. Bein útsending var frá göngunni á visir.is. 11.8.2007 13:49
Börn hlaupa fyrir börn Í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Glitnis 18. ágúst nk. verður í annað sinn efnt til Latabæjarhlaups sem er sérstaklega ætlað börnum 9 ára og yngri. Í ár munu þátttökugjöldin í hlaupinu renna óskipt til UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í fyrra hlupu um 4.200 börn og standa vonir til að a.m.k. jafnmargir hlaupi í ár. Þátttökugjaldið í ár er það sama og í fyrra eða 800 kr. 11.8.2007 13:42
Hlupu með íþróttaálfinum Íþróttaálfurinn brá á leik með hópi barna fyrir utan aðalbyggingu Háskóla Íslands í morgun. Tilgangurinn var að kynna Latabæjarhlaupið sem fer fram næsta laugardag, á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Glitnis. 11.8.2007 12:16
Brauðmeti hækkar frá og með næstu mánaðarmótum Kaupmönnum hefur verið tilkynnt um hækkanir á brauðmeti frá og með næstu mánaðarmótum. Ýmsar vísbendingar eru uppi um að innfluttar matvörur kunni að hækka á næstunni vegna þróunar á heimsmarkaði. 11.8.2007 12:10
Fiskidagurinn mikli á Dalvík Í dag er Fiskidagurinn mikli haldinn hátíðlegur á Dalvík en talið er að hátt í tíu þúsund manns hafi verið komnir á tjaldvæði bæjarins í gær. Í gærkvöldi buðu heimamenn gestum og gangandi upp á fiskisúpu. 11.8.2007 09:49
Hoppandi reiður innbrotsþjófur og ölvaður golfari Tólf gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ýmist fyrir að keyra fullir eða fyrir að vera ofurölvi. Þrír ungir piltar gerðu tilraun til að brjótast inn í efnalaug í vesturbænum í nótt. Árvökull nágranni kallaði til lögreglu en þegar hún kom á staðinn voru piltarnir á bak og burt. Þeir náðust skömmu seinna en þá hafði hljaupið í kekki á milli þeirra og brotist út slagsmál. 11.8.2007 09:39
Bein útsending frá gleðigöngu Gleðigangan Gay Pride leggur af stað í dag klukkan tvö frá Hlemmi, niður Laugarveg og Bankastræti að Arnarhól. Byrjað verður að setja gönguna saman klukkan 12 á hádegi. Gangan er liður í Hinsegin dögum, baráttudögum homma og lesbía. Vegna göngunnar og þeirrar dagskrá sem verður í miðbænum í dag verður Lækjargötu lokað frá Skólabrú að Geirsgötu fram eftir degi. 11.8.2007 09:30
Fjölmenni á leið til Dalvíkur Mikil umferð streymir nú í átt að Dalvík en Fiskidagar hófust þar í dag. Samkvæmt lögreglunni á Akureyri hefur allt gengið vel. Enginn hefur verið tekinn fyrir ölvunar- eða lyfjaakstur og ökumenn hafa virt hraðatakmörk. 10.8.2007 22:22
Slökkvilið kallað að Hafnarbraut Slökkvilið var kallað að Hafnarbraut í Kópavogi fyrir stundu vegna reyks sem lagði frá húsi í götunni. Slökkviliðsmenn fóru upp á þak hússins til að kanna aðstæður en enginn eldur virðist hafa verið í húsinu. Talið er að reykinn hafi lagt frá reykofni sem er í húsinu. 10.8.2007 21:18