Innlent

Fimm sinnum dýrara að grilla hér en á Spáni

Það er fimm sinnum dýrara að grilla úti á Íslandi en í Suður-Evrópu. Íslendingar greiða fimm sinnum hærra verð fyrir gaskútinn en Spánverjar. Innflytjendur á gasi segja að flutningskostnaður og lítill markaður hér ráði miklu um verðmuninn.

Það er mjög vinsælt að grilla úti, bæði á Íslandi og á Spáni. Grillmeistarar á Spáni greiða einungis 83 krónur fyrir hvern lítra af gasi á sama tíma og lítrinn hér kostar 425 krónur þar sem hann dýrastur.

Repsol á Spáni býður 6 kílóa gaskút á 810 krónur en Stöð 2 gerði verðkönnun á fjórum stöðum á Íslandi til samanburðar.

Verðið hjá Olís er tvö þúsund fjögur hundruð og nítján krónur.

Skeljungur býður sama magn á tvö þúsund fjögur hundruð og fjörutíu krónur.

Hæsta verðið var hjá enn einum, tvö þúsund, fimm hundruð, fimmtíu og fimm krónur.

Lægsta verðið var hjá Ísaga þar sem 5 kílóa kútur var á fimmtán hundruð krónur en þar er lítraverðið þrjú hundruð krónur.

Bensínstöðvarnar bjóða hins vegar allar 6 kílóa kúta.

Gasfélagið er stærsti innflutningsaðilinn á landinu en fyrirtækið flytur gasið að mestu inn frá Noregi. Samkvæmt könnun Stöðvar 2 er gasið mjög dýrt í Noregi. 5 kílóa kútur á Statoil stöð í Osló kostar yfir tvö þúsund og níu hundruð krónur.

Pétur Þ. Pétursson, framkvæmdastjóri Gasfélagsins, segir að álagning fyrirtækisins sé mjög eðlileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×