Innlent

Sofnaði undir stýri og lenti í árekstri

Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Ökmaður fólksbíls sofnaði undir stýri með þeim afleiðingum að hann fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum slasaðist ökumaðurinn sem sofnaði lítillega en hann var einn í bílnum. Fleiri voru í hinni bifreiðinni en þá sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×