Fleiri fréttir Farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgar Um 17 þúsund fleiri farþegar fóru um flugstöð Leifs Eiríkssonar á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Alls fjölgaði farþegum um rúm 7 prósent. 9.7.2007 09:28 Heita vatnið rennur á ný í Fossvogi Verið er að hleypa heitu vatni aftur á heitavatnsæð í Eyrarlandi í Fossvogi eftir að viðgerð á æðinni lauk um níu-leytið í kvöld. Um fimmtán sentimetra rifa hafði komið á rörið vegna tæringar og fossaði vatn þar út um stokkana. Erfitt reynist að finna skemmdina, en það tókst að lokum og er vonast til að fullur þrýstingur verði kominn á um kl. 22:00. 8.7.2007 21:32 Safnadagurinn er í dag Í dag er íslenski safnadagurinn haldinn um allt land. Flest söfn voru með dagskrá í tilefni dagsins og aðgangur var víða ókeypis. Þema dagsins var fyrir alla fjölskylduna og framkvæmdastjóri Safnaráðs fór með börnin á safnaflakk. 8.7.2007 20:16 Hvalaferðir ehf á Húsavík kaupa sinn þriðja bát Um miðjan dag í gær þann 07.07.07. sigldi nýr hvalaskoðunarbátur, Sylvía, inn til Húsavíkur í fyrsta skipti, fánum prýdd. Báturinn er 30 tonna eikarbátur sem upphaflega var smíðaður sem fiskveiðibátur hjá skipasmíðastöðinni Vör á Akureyri árið 1976 fyrir Grenvíkinga. 8.7.2007 19:44 Banaslys í Norðurárdal Piltur um tvítugt lést í umferðarslysi við mynni Norðurárdals í morgun. Hann var á leið í vesturátt, niður af Öxnadalsheiði, á litlum jeppa en velti honum rétt við brúna yfir Norðurá.Hann var einn á ferð en vegfarandi sem kom að slysstaðnum tilkynnti lögreglu um atburðinn skömmu fyrir klukkan sjö í morgun. 8.7.2007 18:57 Sókn á Rússlandsmarkað Íslenska orkufyrirtækið ENEX sér fyrir sér sókn á rússneskan markað á næstunni með hjálp öflugra samstarfsaðila. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir ýmsa möguelika felast í jarðhitasvæðum Rússa. Fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína fyrir rússneskum sérfræðingum og ráðamönnum á orku- og umhverfisráðstefnu í Mosvku í vikunni. 8.7.2007 18:45 Vatn komið á kerfið í Fossvogi um tíuleitið Íbúar í Fossvogi og nálægum hverfum í Reykjavík hafa verið heitavatnslausir frá því um tíu leytið í morgun. Mikill leki kom að heitavatnslögn sem tengist dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Eyrarland í Fossvogi. Töluverðan tíma tók að finna uppruna bilunarinnar og tókst það ekki fyrr en upp úr klukkan fimm í dag. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að viðgerð sé nú hafin og vonast sé til að heitt vatn verði komið á kerfið á nýjan leik um klukkan tíu í kvöld. 8.7.2007 17:46 Gæti þurft að hætta við sundið Líkur eru á að Benedikt Lafleur þurfi að hætta við sund sitt yfir Ermasundið. Eftir þrettán klukkustunda vagg í sjónum er hann farinn að finna fyrir sjóveiki, og á því að sögn Hermínu Ólafsdóttur aðstoðarkonu hans erfitt með að koma niður næringu. Hann er því orðinn bæði kaldur og þreyttur. 8.7.2007 16:53 Kolbrún Sara komin í leitirnar Kolbrún Sara Runólfsdóttir, 17 ára stúlka sem lýst var eftir í gærkvöldi, er komin í leitirnar. 8.7.2007 16:29 Banaslys í Skagafirði Banaslys varð við mynni Norðurárdals í Skagafirði rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Ökumaður lítils jeppa sem var að koma ofan af Öxnadalsheiði, velti bíl sínum, rétt við brúna yfir Norðurá. Hann var einn á ferð en vegfarandi tilkynnti lögreglu um slysið. Hann var látinn þegar að var komið. Lögreglumenn eru enn að störfum á vettvangi en ekki er vitað um tildrög slyssins á þessari stundu. 8.7.2007 13:37 Íslenski safnadagurinn er í dag Í dag er íslenski safnadagurinn haldinn um allt land. Flest söfn eru með dagskrá í tilefni dagsins og aðgangur er víða ókeypis. Þema dagsins er fyrir alla fjölskylduna. 8.7.2007 13:12 Líkamsárás á tjaldstæði á Akranesi Hópur manna gekk í skrokk á tveimur öryggisvörðum á tjaldstæðunum á Akranesi í nótt með þeim afleiðingum að annar rifbeinsbrotnaði. Mikil ölvun og erill var í bænum auk fjölda slagsmála. Íbúi á svæðinu segir ástandið hafa veirð eins og í dýragarði. 8.7.2007 12:40 Mýrin valin besta myndin Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í gær. Baltasar var kominn heim af hátíðinni þegar hann hafi verið kallaður aftur út og sagt að hann yrði verðlaunaður. 8.7.2007 12:23 Viðgerð stendur yfir á heitavatnslögn í Fossvogi Mikill leki kom að heitavatnslögn sem tengist dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Eyrarland í Fossvogi í morgun. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að eftir að lokað var fyrir rennsli um lögnina hafi viðgerð hafist og að hún geti staðið fram eftir degi. Af þessum sökum er heitavatnslaust í nærliggjandi hverfum í Fossvogi. 8.7.2007 11:17 Benedikt hálfnaður yfir Ermasundið Íslendingurinn Benedikt Lafleur er nú hálfnaður á sundi yfir Ermasund sem hófst klukkan fjögur í morgun að íslenskum tíma. Hann gerir ráð fyrir að sundið frá Dover í Englandi til Calais í Frakklandi taki um tuttutu klukkustundir. Samkvæmt aðstoðarmönnum sem fylgja honum á bát gengur sundið vel, veður er gott og sólbjart. Nú syndi hann í frönskum sjó. Benedikt tileinkar sundið baráttunni gegn mansali og klámvæðingu og er áheitasíminn 905 2020. Takist tilraunin er þetta í fyrsta sinn sem íslendingur syndir yfir Ermasundið. 8.7.2007 10:15 Bíll valt við Sólheima Bíll valt við Sólheima í Grímsnesi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Lögreglan á Selfossi sem og sjúkralið voru kölluð á vettvang. Útlendur karlmaður á þrítugsaldri var einn í bílnum og var nokkuð slasaður. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð til og flaug með manninn á slysadeild Landsspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins á slysadeild nú rétt fyrir fréttir. 8.7.2007 10:04 Ellefu bjargað úr sjálfheldu Ellefu ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í Þórsmörk í gærkvöldi. Hópurinn hafði gengið yfir Fimmvörðuháls og tók vinstri beygju af Morinsheiði, sem leið lá niður í Hvannárgil. Þegar fólkið var komið sunnarlega í Útgönguhöfða lenti það í sjálfheldu og gat sig illa hrært. Fararstjóri hópsins komst við illan leik úr sjálfheldunni og gat hringt í Neyðarlínuna. 8.7.2007 10:04 Sértekjur Háskólans um 40% af tekjum Sértekjur Háskóla Íslands (HÍ) jukust verulega á síðasta ári og eru nú um 40 prósent tekna skólans. Hlutfallið hefur hækkað á milli ára, en árið 2005 voru sértekjurnar 34 prósent tekna skólans. Þeta kemur fram í Árbók skólans, sem kynnt var á ársfundi á fimmtudag. 8.7.2007 09:00 Vilja kláf og veitingahús á Eyrarfjall Tveir ungir Ísfirðingar hafa ráðist í fjármögnun á dráttarkláfi og veitingahúsi á Eyrarfjalli. Framkvæmdin kostar 450 til 500 milljónir króna. Um 30 þúsund viðskiptavini á ári þarf til að fjárfestingin borgi sig. Það telja þeir raunhæft. 8.7.2007 09:00 Nýjar túnþökur í Fossvogsdal spændar upp „Við vorum að reyna að stoppa þetta með því að leggja þökur en síðan hefur greinilega einhver keyrt þarna um,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, um miklar skemmdir sem unnar voru á fimmtudag á nýlögðum túnþökum í Fossvogsdal. 8.7.2007 08:45 Mýrin fékk aðalverðlaunin Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák hlaut aðalverðlaun Karlovy Vary hátíðarinnar í Tékklandi. Baltasar var á Pollamóti þegar hann fékk að vita af verðlaununum. Bandarískir framleiðendur vilja endurgera myndina. 8.7.2007 08:15 Fólkið í skemmtibátnum var orðið skelkað Fólkið sem bjargað var úr skemmtibáti rétt utan við Akranes í nótt, var orðið mjög skelkað þegar hjálp barst. Óttast var um karlmann sem féll fyrir borð. Skemmtibáturinn Stacy er tæplega tíu metrar að lengd. Níu manns voru um borð í bátnum þegar honum steytti á skeri utan siglingaleiðar um fimm hundruð metra frá landi. 7.7.2007 19:21 Fjöldi hjónavígsla í dag Talan sjö er ekki bara talin happatala, hún er af mörgun talin heilög. Þegar hún þrefaldast er búist við mikilli gleði. Dagurinn í dag er því vinsælasti dagurinn til að ganga í hjónaband um víða veröld. 7.7.2007 19:20 Hjálmar er rauðhærðastur Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2007 var valinn á Írskum dögum á Akranesi í dag. Hann segist stolur af háralitnum og aldrei hafa óskað sér að vera ekki rauðhærður. 7.7.2007 19:18 11 ferðamenn í sjálfheldu í Hvannagili Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú á leið í Þórsmörk eftir að beiðni um aðstoð barst frá hópi 11 ferðamanna sem eru í sjálfheldu í Hvannagili. Þyrla landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út. 7.7.2007 19:05 Lýst eftir 17 ára stúlku Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 17 ára stúlku, Kolbrúnu Söru Runólfsdóttur. Ekki hefur sést til Kolbrúnar Söru síðan síðastliðinn þriðjudag. Hún er talin vera á höfuðborgarsvæðinu. 7.7.2007 18:46 Ekki hissa þótt ráðherrann fjúki Formaður Rafiðnaðarsambandsins sakar stjórnmálamenn um að spila með öryggi 300 ungra fjölskyldna á Keflavíkurflugvelli á ósvífin og óábyrgan hátt. Aldrei hafi staðið til að fara að íslenskum öryggiskröfum í rafmagnsmálum á svæðinu . 7.7.2007 18:40 Mýrin kosin besta mynd Karlovy Vary hátíðarinnar Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Prag í Tékklandi í dag og hlaut þar með kristalshnöttinn, aðalverðlaun hátíðarinnar. 7.7.2007 17:56 Sundi yfir Ermasund frestað fram á kvöld Benedikt Lafleur sem hugðist leggja upp í sundferð yfir Ermasundið á hádegi í dag þurfti að fresta sundinu vegna öldugangs og strauma. Benedikt ætlaði að tileinka sund sitt baráttunni gegn mansali og klámvæðingu. Hann gerir ráð fyrir að sundið frá Dover í Englandi til Calais í Frakklandi taki um tuttugu klukkustundir. Sundkappinn hyggst reyna aftur við sundið klukkan sex í kvöld, eða í síðasta lagi klukkan þrjú í nótt, en þá er spáð algjöru logni á svæðinu og ætti því að viðra betur til sundferða. 7.7.2007 17:10 Tvær þotur millilentu á Keflavíkurflugvelli vegna veikra farþega Tvær erlendar farþegaflugvélar á leið yfir Atlantshaf lentu með skömmu millibili á Keflavíkurflugvelli í gær til að láta af sjúklinga samkvæmt upplýsingum Flugmálastofnunar. Um klukkan 13.30 lenti þýsk flugvél af gerðinni Airbus A319 með flugfreyju sem veikst hafði í fluginu og kl. 15.10 lenti Boeing B-747 breiðþota Virgin Atlantic flugfélagsins með sjúkan farþega. Bæði voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en flugvélarnar héldu áfram förinni eftir stutta viðdvöl. 7.7.2007 13:16 Staðbundin áhrif kvótaskerðingar fimm milljarðar á Vesturlandi Snæfellsbær tapar um tveimur milljörðum vegna skerðingar á aflaheimildum samkvæmt nýrri rannsókn. Forseti bæjarstjórnar gefur lítið fyrir mótvægisaðgerðir stjórnvalda og og vill láta flytja Hafrannsóknarstofnun í bæinn. Alls eru staðbundin áhrif vegna kvótaskerðingar um fimm milljarðar árlega á Vesturlandi, lang mest í Snæfellsbæ. 7.7.2007 13:13 Verkuðu sel á ísjaka þegar björgunarþyrlur komu Þrír Grænlendingar sem áhafnir á þyrlum Landhelgisgæslunnar bjöguðu austur af Grænlandi í gær, voru að gera að sel á ísjaka þegar björgunarmenn komu á staðinn. Leki kom að bát þeirra eftir að hann lokaðist inni í hafís fyrir nokkrum dögum. Einstakar myndir Landhelgisgæslunnar eru með þessari frétt. 7.7.2007 11:56 Segir stjórnvöld tefla öryggi borgara í hættu Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins sakar stjórnmálamenn um að spila með öryggi 350 fjölskyldna á ósvífinn og óábyrgan hátt. Aldrei hafi staðið til að fara að íslenskum öryggiskröfum í íbúðum á Keflavíkurflugvelli. Sett hafi verið bráðabirgðalög sem fresta endurbótum á rafkerfi vallarins fram til 2010.. 7.7.2007 10:15 Gagnrýna ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu aflaheimilda Forystumenn félaga útgerða og sjómanna, einstakar útgerðir og forystumenn sveitarfélaga hafa margir gagnrýnt harðlega ákvörðun Einars K Guðfinssonar sjávarútvegsráðherra frá því í gær, að skera aflaheimildir í þorski niður um þriðjung á næsta fiskveiðiári. 7.7.2007 10:13 Ólæti á Akranesi í nótt Mikil ölvun var á Akranesi í nótt þar sem nú standa yfir írskir dagar. Þó nokkuð var um slagsmál og pústra. Þrír gistu fangageymslur þar af einn vegna fíkniefna sem fundust á honum. Alls komu tólf fíkniefnamál upp í bænum í nótt, þau eru öll til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi. Tjaldstæði bæjarins voru yfirfull og var mikið ónæði þar í nótt, einkum vegna ungmenna. 7.7.2007 10:13 Níu björguðust þegar bát steytti á skeri Níu manns voru í mikilli hættu þegar skemmtibáturinn Stacy steytti á skeri út af Akraneshöfn laust eftir miðnættið í nótt. Fíkniefnalögreglumenn voru fyrstir á staðinn bát sem þeir fengu til verksins en í honum voru vanir björgunarmenn. Björgunarsveitir voru kallaðar út frá Akranesi, Reykjavík og Seltjarnarnesi auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út. Hún fór þó ekki af stað þar sem fólkinu var öllu bjargað um borð í björgunarbátinn Margréti frá Akranesi. Nú er unnið að því að þétta bátinn en stefnt er að því að ná honum á flot á flóðinu um hádegið. 7.7.2007 10:12 Sundabraut ekki frestað en framhaldið er óljóst „Það er ekki verið að fresta framkvæmdum við Sundabraut og það stendur ekki til,“ segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. Fréttablaðið upplýsti í gær að hluti þeirra fjögurra milljarða króna, sem samkvæmt samgönguáætlun eiga að fara í Sundabraut á næsta ári, yrði nýttur til vegaframkvæmda annars staðar á landinu. 7.7.2007 08:45 Lögin skoðuð verði dómurinn staðfestur Réttargæslumaður fórnarlambs meintrar nauðgunar er ósammála forsendum og niðurstöðu héraðsdóms. Hún segir sérstakt að byggja á óáreiðanlegum framburði ákærða frekar en einkar trúverðugri stúlkunni. 7.7.2007 08:30 Bíll valt á Glerárgötu Árekstur varð á Glerárgötu á Akureyri um tíuleytið í kvöld. Tveir bílar rákust saman með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt. Lögreglan á Akureyri gat litlar upplýsingar veitt um málið. Þó er vitað að engin slys urðu á fólki. 6.7.2007 22:08 Lýst eftir stúlku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir 17 ára stúlku, Kolbrúnu Söru Runólfsdóttur. Kolbrún hefur haft aðsetur á Árbót í Aðaldal að undanförnu en lögreglan hóf að grennslast eftir henni þegar ljóst var að hún myndi ekki skila sér þangað aftur úr leyfi. Gert er ráð fyrir að Kolbrún sé stödd í Reykjavík. Þeir sem þekkja til Kolbrúnar og vita um ferðir hennar síðastliðinn sólarhring eru beðnir um að láta lögreglu vita í síma 4441000 eða 4441100. 6.7.2007 21:49 Umhverfisvænn bíll á Bessastaði Forstjóri Toyota í Evrópu afhenti forseta Íslands í dag nýja Lexus bifreið sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Forsetinn verður fyrsti þjóðhöfðinginn í heiminum sem tekur slíka bifreið í notkun. 6.7.2007 19:34 Ljóst að störfum fækkar í sjávarútvegi Erfitt er fyrir sjávarútveginn að svo mikil kvótaskerðing sé tilkynnt aðeins degi eftir að Seðlabankinn ákveður að halda stýrivöxtum óbreyttum og krónan heldur áfram að styrkjast. Þetta segir formaður Sjómannasambands Íslands sem segir ljóst að störfum í sjávarútvegi muni fækka. 6.7.2007 19:14 Fengu viðurkenningu fyrir að bjarga tveggja ára telpu af botni sundlaugar Slysavarnarfélagið Landsbjörg veitti í dag tveimur stúlkum átta og sjö ára, viðurkenningu fyrir að hafa bjargað tveggja ára meðvitundarlausri stúlku af botni sundlaugar. Atvikið átti sér stað í Lágafelli í Mosfellsbæ í maí síðastliðnum. 6.7.2007 19:14 Vörugjöld verði lögð niður á þessu kjörtímabili Viðskiptaráðherra segir ríkisstjórnina stefna að því að leggja niður vörugjöld á þessu kjörtímabili. Hann sé sammála Samtökum atvinnulífsins og segir vörugjöldin úreldan og handahófskenndan skatt sem heyri brátt sögunni til. 6.7.2007 19:09 Sýknudómur Héraðsdóms skelfilegt afturhvarf til fortíðar Atli Gíslason lögmaður segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir nauðgun á Hótel Sögu,skelfilegt afturhvarf til fortíðar. Dómurinn noti viðbrögð stúlkunnar við meintri nauðgun gegn henni. Ekki hefur verið ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. 6.7.2007 19:05 Sjá næstu 50 fréttir
Farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgar Um 17 þúsund fleiri farþegar fóru um flugstöð Leifs Eiríkssonar á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Alls fjölgaði farþegum um rúm 7 prósent. 9.7.2007 09:28
Heita vatnið rennur á ný í Fossvogi Verið er að hleypa heitu vatni aftur á heitavatnsæð í Eyrarlandi í Fossvogi eftir að viðgerð á æðinni lauk um níu-leytið í kvöld. Um fimmtán sentimetra rifa hafði komið á rörið vegna tæringar og fossaði vatn þar út um stokkana. Erfitt reynist að finna skemmdina, en það tókst að lokum og er vonast til að fullur þrýstingur verði kominn á um kl. 22:00. 8.7.2007 21:32
Safnadagurinn er í dag Í dag er íslenski safnadagurinn haldinn um allt land. Flest söfn voru með dagskrá í tilefni dagsins og aðgangur var víða ókeypis. Þema dagsins var fyrir alla fjölskylduna og framkvæmdastjóri Safnaráðs fór með börnin á safnaflakk. 8.7.2007 20:16
Hvalaferðir ehf á Húsavík kaupa sinn þriðja bát Um miðjan dag í gær þann 07.07.07. sigldi nýr hvalaskoðunarbátur, Sylvía, inn til Húsavíkur í fyrsta skipti, fánum prýdd. Báturinn er 30 tonna eikarbátur sem upphaflega var smíðaður sem fiskveiðibátur hjá skipasmíðastöðinni Vör á Akureyri árið 1976 fyrir Grenvíkinga. 8.7.2007 19:44
Banaslys í Norðurárdal Piltur um tvítugt lést í umferðarslysi við mynni Norðurárdals í morgun. Hann var á leið í vesturátt, niður af Öxnadalsheiði, á litlum jeppa en velti honum rétt við brúna yfir Norðurá.Hann var einn á ferð en vegfarandi sem kom að slysstaðnum tilkynnti lögreglu um atburðinn skömmu fyrir klukkan sjö í morgun. 8.7.2007 18:57
Sókn á Rússlandsmarkað Íslenska orkufyrirtækið ENEX sér fyrir sér sókn á rússneskan markað á næstunni með hjálp öflugra samstarfsaðila. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir ýmsa möguelika felast í jarðhitasvæðum Rússa. Fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína fyrir rússneskum sérfræðingum og ráðamönnum á orku- og umhverfisráðstefnu í Mosvku í vikunni. 8.7.2007 18:45
Vatn komið á kerfið í Fossvogi um tíuleitið Íbúar í Fossvogi og nálægum hverfum í Reykjavík hafa verið heitavatnslausir frá því um tíu leytið í morgun. Mikill leki kom að heitavatnslögn sem tengist dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Eyrarland í Fossvogi. Töluverðan tíma tók að finna uppruna bilunarinnar og tókst það ekki fyrr en upp úr klukkan fimm í dag. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að viðgerð sé nú hafin og vonast sé til að heitt vatn verði komið á kerfið á nýjan leik um klukkan tíu í kvöld. 8.7.2007 17:46
Gæti þurft að hætta við sundið Líkur eru á að Benedikt Lafleur þurfi að hætta við sund sitt yfir Ermasundið. Eftir þrettán klukkustunda vagg í sjónum er hann farinn að finna fyrir sjóveiki, og á því að sögn Hermínu Ólafsdóttur aðstoðarkonu hans erfitt með að koma niður næringu. Hann er því orðinn bæði kaldur og þreyttur. 8.7.2007 16:53
Kolbrún Sara komin í leitirnar Kolbrún Sara Runólfsdóttir, 17 ára stúlka sem lýst var eftir í gærkvöldi, er komin í leitirnar. 8.7.2007 16:29
Banaslys í Skagafirði Banaslys varð við mynni Norðurárdals í Skagafirði rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Ökumaður lítils jeppa sem var að koma ofan af Öxnadalsheiði, velti bíl sínum, rétt við brúna yfir Norðurá. Hann var einn á ferð en vegfarandi tilkynnti lögreglu um slysið. Hann var látinn þegar að var komið. Lögreglumenn eru enn að störfum á vettvangi en ekki er vitað um tildrög slyssins á þessari stundu. 8.7.2007 13:37
Íslenski safnadagurinn er í dag Í dag er íslenski safnadagurinn haldinn um allt land. Flest söfn eru með dagskrá í tilefni dagsins og aðgangur er víða ókeypis. Þema dagsins er fyrir alla fjölskylduna. 8.7.2007 13:12
Líkamsárás á tjaldstæði á Akranesi Hópur manna gekk í skrokk á tveimur öryggisvörðum á tjaldstæðunum á Akranesi í nótt með þeim afleiðingum að annar rifbeinsbrotnaði. Mikil ölvun og erill var í bænum auk fjölda slagsmála. Íbúi á svæðinu segir ástandið hafa veirð eins og í dýragarði. 8.7.2007 12:40
Mýrin valin besta myndin Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í gær. Baltasar var kominn heim af hátíðinni þegar hann hafi verið kallaður aftur út og sagt að hann yrði verðlaunaður. 8.7.2007 12:23
Viðgerð stendur yfir á heitavatnslögn í Fossvogi Mikill leki kom að heitavatnslögn sem tengist dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Eyrarland í Fossvogi í morgun. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að eftir að lokað var fyrir rennsli um lögnina hafi viðgerð hafist og að hún geti staðið fram eftir degi. Af þessum sökum er heitavatnslaust í nærliggjandi hverfum í Fossvogi. 8.7.2007 11:17
Benedikt hálfnaður yfir Ermasundið Íslendingurinn Benedikt Lafleur er nú hálfnaður á sundi yfir Ermasund sem hófst klukkan fjögur í morgun að íslenskum tíma. Hann gerir ráð fyrir að sundið frá Dover í Englandi til Calais í Frakklandi taki um tuttutu klukkustundir. Samkvæmt aðstoðarmönnum sem fylgja honum á bát gengur sundið vel, veður er gott og sólbjart. Nú syndi hann í frönskum sjó. Benedikt tileinkar sundið baráttunni gegn mansali og klámvæðingu og er áheitasíminn 905 2020. Takist tilraunin er þetta í fyrsta sinn sem íslendingur syndir yfir Ermasundið. 8.7.2007 10:15
Bíll valt við Sólheima Bíll valt við Sólheima í Grímsnesi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Lögreglan á Selfossi sem og sjúkralið voru kölluð á vettvang. Útlendur karlmaður á þrítugsaldri var einn í bílnum og var nokkuð slasaður. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð til og flaug með manninn á slysadeild Landsspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins á slysadeild nú rétt fyrir fréttir. 8.7.2007 10:04
Ellefu bjargað úr sjálfheldu Ellefu ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í Þórsmörk í gærkvöldi. Hópurinn hafði gengið yfir Fimmvörðuháls og tók vinstri beygju af Morinsheiði, sem leið lá niður í Hvannárgil. Þegar fólkið var komið sunnarlega í Útgönguhöfða lenti það í sjálfheldu og gat sig illa hrært. Fararstjóri hópsins komst við illan leik úr sjálfheldunni og gat hringt í Neyðarlínuna. 8.7.2007 10:04
Sértekjur Háskólans um 40% af tekjum Sértekjur Háskóla Íslands (HÍ) jukust verulega á síðasta ári og eru nú um 40 prósent tekna skólans. Hlutfallið hefur hækkað á milli ára, en árið 2005 voru sértekjurnar 34 prósent tekna skólans. Þeta kemur fram í Árbók skólans, sem kynnt var á ársfundi á fimmtudag. 8.7.2007 09:00
Vilja kláf og veitingahús á Eyrarfjall Tveir ungir Ísfirðingar hafa ráðist í fjármögnun á dráttarkláfi og veitingahúsi á Eyrarfjalli. Framkvæmdin kostar 450 til 500 milljónir króna. Um 30 þúsund viðskiptavini á ári þarf til að fjárfestingin borgi sig. Það telja þeir raunhæft. 8.7.2007 09:00
Nýjar túnþökur í Fossvogsdal spændar upp „Við vorum að reyna að stoppa þetta með því að leggja þökur en síðan hefur greinilega einhver keyrt þarna um,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, um miklar skemmdir sem unnar voru á fimmtudag á nýlögðum túnþökum í Fossvogsdal. 8.7.2007 08:45
Mýrin fékk aðalverðlaunin Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák hlaut aðalverðlaun Karlovy Vary hátíðarinnar í Tékklandi. Baltasar var á Pollamóti þegar hann fékk að vita af verðlaununum. Bandarískir framleiðendur vilja endurgera myndina. 8.7.2007 08:15
Fólkið í skemmtibátnum var orðið skelkað Fólkið sem bjargað var úr skemmtibáti rétt utan við Akranes í nótt, var orðið mjög skelkað þegar hjálp barst. Óttast var um karlmann sem féll fyrir borð. Skemmtibáturinn Stacy er tæplega tíu metrar að lengd. Níu manns voru um borð í bátnum þegar honum steytti á skeri utan siglingaleiðar um fimm hundruð metra frá landi. 7.7.2007 19:21
Fjöldi hjónavígsla í dag Talan sjö er ekki bara talin happatala, hún er af mörgun talin heilög. Þegar hún þrefaldast er búist við mikilli gleði. Dagurinn í dag er því vinsælasti dagurinn til að ganga í hjónaband um víða veröld. 7.7.2007 19:20
Hjálmar er rauðhærðastur Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2007 var valinn á Írskum dögum á Akranesi í dag. Hann segist stolur af háralitnum og aldrei hafa óskað sér að vera ekki rauðhærður. 7.7.2007 19:18
11 ferðamenn í sjálfheldu í Hvannagili Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú á leið í Þórsmörk eftir að beiðni um aðstoð barst frá hópi 11 ferðamanna sem eru í sjálfheldu í Hvannagili. Þyrla landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út. 7.7.2007 19:05
Lýst eftir 17 ára stúlku Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 17 ára stúlku, Kolbrúnu Söru Runólfsdóttur. Ekki hefur sést til Kolbrúnar Söru síðan síðastliðinn þriðjudag. Hún er talin vera á höfuðborgarsvæðinu. 7.7.2007 18:46
Ekki hissa þótt ráðherrann fjúki Formaður Rafiðnaðarsambandsins sakar stjórnmálamenn um að spila með öryggi 300 ungra fjölskyldna á Keflavíkurflugvelli á ósvífin og óábyrgan hátt. Aldrei hafi staðið til að fara að íslenskum öryggiskröfum í rafmagnsmálum á svæðinu . 7.7.2007 18:40
Mýrin kosin besta mynd Karlovy Vary hátíðarinnar Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Prag í Tékklandi í dag og hlaut þar með kristalshnöttinn, aðalverðlaun hátíðarinnar. 7.7.2007 17:56
Sundi yfir Ermasund frestað fram á kvöld Benedikt Lafleur sem hugðist leggja upp í sundferð yfir Ermasundið á hádegi í dag þurfti að fresta sundinu vegna öldugangs og strauma. Benedikt ætlaði að tileinka sund sitt baráttunni gegn mansali og klámvæðingu. Hann gerir ráð fyrir að sundið frá Dover í Englandi til Calais í Frakklandi taki um tuttugu klukkustundir. Sundkappinn hyggst reyna aftur við sundið klukkan sex í kvöld, eða í síðasta lagi klukkan þrjú í nótt, en þá er spáð algjöru logni á svæðinu og ætti því að viðra betur til sundferða. 7.7.2007 17:10
Tvær þotur millilentu á Keflavíkurflugvelli vegna veikra farþega Tvær erlendar farþegaflugvélar á leið yfir Atlantshaf lentu með skömmu millibili á Keflavíkurflugvelli í gær til að láta af sjúklinga samkvæmt upplýsingum Flugmálastofnunar. Um klukkan 13.30 lenti þýsk flugvél af gerðinni Airbus A319 með flugfreyju sem veikst hafði í fluginu og kl. 15.10 lenti Boeing B-747 breiðþota Virgin Atlantic flugfélagsins með sjúkan farþega. Bæði voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en flugvélarnar héldu áfram förinni eftir stutta viðdvöl. 7.7.2007 13:16
Staðbundin áhrif kvótaskerðingar fimm milljarðar á Vesturlandi Snæfellsbær tapar um tveimur milljörðum vegna skerðingar á aflaheimildum samkvæmt nýrri rannsókn. Forseti bæjarstjórnar gefur lítið fyrir mótvægisaðgerðir stjórnvalda og og vill láta flytja Hafrannsóknarstofnun í bæinn. Alls eru staðbundin áhrif vegna kvótaskerðingar um fimm milljarðar árlega á Vesturlandi, lang mest í Snæfellsbæ. 7.7.2007 13:13
Verkuðu sel á ísjaka þegar björgunarþyrlur komu Þrír Grænlendingar sem áhafnir á þyrlum Landhelgisgæslunnar bjöguðu austur af Grænlandi í gær, voru að gera að sel á ísjaka þegar björgunarmenn komu á staðinn. Leki kom að bát þeirra eftir að hann lokaðist inni í hafís fyrir nokkrum dögum. Einstakar myndir Landhelgisgæslunnar eru með þessari frétt. 7.7.2007 11:56
Segir stjórnvöld tefla öryggi borgara í hættu Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins sakar stjórnmálamenn um að spila með öryggi 350 fjölskyldna á ósvífinn og óábyrgan hátt. Aldrei hafi staðið til að fara að íslenskum öryggiskröfum í íbúðum á Keflavíkurflugvelli. Sett hafi verið bráðabirgðalög sem fresta endurbótum á rafkerfi vallarins fram til 2010.. 7.7.2007 10:15
Gagnrýna ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu aflaheimilda Forystumenn félaga útgerða og sjómanna, einstakar útgerðir og forystumenn sveitarfélaga hafa margir gagnrýnt harðlega ákvörðun Einars K Guðfinssonar sjávarútvegsráðherra frá því í gær, að skera aflaheimildir í þorski niður um þriðjung á næsta fiskveiðiári. 7.7.2007 10:13
Ólæti á Akranesi í nótt Mikil ölvun var á Akranesi í nótt þar sem nú standa yfir írskir dagar. Þó nokkuð var um slagsmál og pústra. Þrír gistu fangageymslur þar af einn vegna fíkniefna sem fundust á honum. Alls komu tólf fíkniefnamál upp í bænum í nótt, þau eru öll til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi. Tjaldstæði bæjarins voru yfirfull og var mikið ónæði þar í nótt, einkum vegna ungmenna. 7.7.2007 10:13
Níu björguðust þegar bát steytti á skeri Níu manns voru í mikilli hættu þegar skemmtibáturinn Stacy steytti á skeri út af Akraneshöfn laust eftir miðnættið í nótt. Fíkniefnalögreglumenn voru fyrstir á staðinn bát sem þeir fengu til verksins en í honum voru vanir björgunarmenn. Björgunarsveitir voru kallaðar út frá Akranesi, Reykjavík og Seltjarnarnesi auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út. Hún fór þó ekki af stað þar sem fólkinu var öllu bjargað um borð í björgunarbátinn Margréti frá Akranesi. Nú er unnið að því að þétta bátinn en stefnt er að því að ná honum á flot á flóðinu um hádegið. 7.7.2007 10:12
Sundabraut ekki frestað en framhaldið er óljóst „Það er ekki verið að fresta framkvæmdum við Sundabraut og það stendur ekki til,“ segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. Fréttablaðið upplýsti í gær að hluti þeirra fjögurra milljarða króna, sem samkvæmt samgönguáætlun eiga að fara í Sundabraut á næsta ári, yrði nýttur til vegaframkvæmda annars staðar á landinu. 7.7.2007 08:45
Lögin skoðuð verði dómurinn staðfestur Réttargæslumaður fórnarlambs meintrar nauðgunar er ósammála forsendum og niðurstöðu héraðsdóms. Hún segir sérstakt að byggja á óáreiðanlegum framburði ákærða frekar en einkar trúverðugri stúlkunni. 7.7.2007 08:30
Bíll valt á Glerárgötu Árekstur varð á Glerárgötu á Akureyri um tíuleytið í kvöld. Tveir bílar rákust saman með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt. Lögreglan á Akureyri gat litlar upplýsingar veitt um málið. Þó er vitað að engin slys urðu á fólki. 6.7.2007 22:08
Lýst eftir stúlku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir 17 ára stúlku, Kolbrúnu Söru Runólfsdóttur. Kolbrún hefur haft aðsetur á Árbót í Aðaldal að undanförnu en lögreglan hóf að grennslast eftir henni þegar ljóst var að hún myndi ekki skila sér þangað aftur úr leyfi. Gert er ráð fyrir að Kolbrún sé stödd í Reykjavík. Þeir sem þekkja til Kolbrúnar og vita um ferðir hennar síðastliðinn sólarhring eru beðnir um að láta lögreglu vita í síma 4441000 eða 4441100. 6.7.2007 21:49
Umhverfisvænn bíll á Bessastaði Forstjóri Toyota í Evrópu afhenti forseta Íslands í dag nýja Lexus bifreið sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Forsetinn verður fyrsti þjóðhöfðinginn í heiminum sem tekur slíka bifreið í notkun. 6.7.2007 19:34
Ljóst að störfum fækkar í sjávarútvegi Erfitt er fyrir sjávarútveginn að svo mikil kvótaskerðing sé tilkynnt aðeins degi eftir að Seðlabankinn ákveður að halda stýrivöxtum óbreyttum og krónan heldur áfram að styrkjast. Þetta segir formaður Sjómannasambands Íslands sem segir ljóst að störfum í sjávarútvegi muni fækka. 6.7.2007 19:14
Fengu viðurkenningu fyrir að bjarga tveggja ára telpu af botni sundlaugar Slysavarnarfélagið Landsbjörg veitti í dag tveimur stúlkum átta og sjö ára, viðurkenningu fyrir að hafa bjargað tveggja ára meðvitundarlausri stúlku af botni sundlaugar. Atvikið átti sér stað í Lágafelli í Mosfellsbæ í maí síðastliðnum. 6.7.2007 19:14
Vörugjöld verði lögð niður á þessu kjörtímabili Viðskiptaráðherra segir ríkisstjórnina stefna að því að leggja niður vörugjöld á þessu kjörtímabili. Hann sé sammála Samtökum atvinnulífsins og segir vörugjöldin úreldan og handahófskenndan skatt sem heyri brátt sögunni til. 6.7.2007 19:09
Sýknudómur Héraðsdóms skelfilegt afturhvarf til fortíðar Atli Gíslason lögmaður segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir nauðgun á Hótel Sögu,skelfilegt afturhvarf til fortíðar. Dómurinn noti viðbrögð stúlkunnar við meintri nauðgun gegn henni. Ekki hefur verið ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. 6.7.2007 19:05