Innlent

Íslenski safnadagurinn er í dag

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Í dag er íslenski safnadagurinn haldinn um allt land. Flest söfn eru með dagskrá í tilefni dagsins og aðgangur er víða ókeypis. Þema dagsins er fyrir alla fjölskylduna.

Íslenski safnadagurinn er árlega haldinn annan sunndag júlímánaðar. Ákveðið var af Safnaráði að þema dagsins yrði „Fyrir fjölskylduna“ þar sem söfn eigi að vera staðir þar sem fjölskyldan geti notið skemmtunar og fræðslu.

Íslenski safnadagurinn er árlega haldinn annan sunndag júlímánaðar. Ákveðið var af Safnaráði að þema dagsins yrði „Fyrir fjölskylduna“ þar sem söfn eigi að vera staðir þar sem fjölskyldan geti notið skemmtunar og fræðslu.

Að sögn Rakelar Halldórsdóttur framkvæmdastjóra safnaráðs hafa nokkur söfn tekið sig saman og útbúið sameiginlega dagskrá.

Lífleg dagskrá er meðal annars í Árbæjarsafni þar sem sýnt er bæði úti og inni, á Náttúrufræðistofu Kópavogs er kynning á kúluskít í dag og kleinukeppni er meðal þess sem söfn um landið bjóða upp á.

Rakel segir að dagurinn hafi gengið mjög vel síðustu ár og aðsókn hafi verið afar góð. Þá segi tölfræðin að Íslendingar séu mjög duglegir að sækja söfn samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.

Dagskrá safnadags má finna á slóðinni http://www.safnarad.is/safnarad/is/starfsemi_safnarads/islenski_safnadagurinn/.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×