Lögin skoðuð verði dómurinn staðfestur 7. júlí 2007 08:30 Margrét Gunnlaugsdóttir Margrét Gunnlaugsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður stúlkunnar sem kærði ungan mann fyrir nauðgun á Hótel Sögu í mars, er ósátt við sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrradag. Hún segist ósammála mörgum forsendnanna sem dómurinn byggir niðurstöðuna á og telur að ef dómnum verður áfrýjað og Hæstiréttur staðfestir dóminn sé ástæða til að endurskoða löggjöfina um kynferðisbrot. Tekið er fram í dómnum að framburður stúlkunnar sé talinn einkar trúverðugur en á framburði mannsins hafi hins vegar verið veilur. Margrét segir að í ljósi þess sé sérstakt að tillit hafi verið tekið til lýsingar mannsins á meintri nauðgun og aðdraganda hennar, fremur en framburðar stúlkunnar um sömu atvik. Maðurinn bar því við að stúlkan hefði ekki streist á móti sér og hann hafi hætt um leið og hún hafi beðið hann um það. Hún segist hins vegar hafa þurft að biðja hann ítrekað. Þá fullyrðir hann að vel hafi farið á með þeim og segir Margrét undarlegt að dómurinn taki tillit til þess þvert á ólíkan framburð stúlkunnar. „Maðurinn er mjög óáreiðanlegur, það kemur fram í dómnum. Svo er þessi framburður hans notaður sem rökstuðningur fyrir niðurstöðunni.“ Dómurinn telur ljóst að maðurinn hafi ýtt stúlkunni inn í bás á klósettinu, læst honum innan frá, dregið niður um hana, ýtt henni á salernið og síðan niður á gólf, áður en hann hafði við hana samræði, og fyrir liggi að það hafi verið gegn hennar vilja. Hins vegar segir hann þetta ekki geta talist ofbeldi í skilningi 194. greinar almennra hegningarlaga. Þessu er Margrét ósammála. „Það að fremja verknað, sem í þessu tilfelli er óumdeildur, með því að yfirvinna viðnám – það er ofbeldi. Síðan er spurningin hvernig þetta viðnám er gefið til kynna. Eins og ég skil ákvæðið, og ef maður les greinargerðina með ákvæðinu, þá er þetta ofbeldi.“ Fyrir liggur að stúlkan gaf aldrei samþykki fyrir samræðinu. „Það hefur komið til tals að breyta nauðgunarákvæðinu þannig að það segi að nauðgun sé samræði án samþykkis, eins og það er í Englandi og Bandaríkjunum og víðar. Þeim rökum var beitt gegn því að það væri alveg sambærilegt ákvæðinu okkar; að það að fara gegn samþykkisskortinum jafngilti ofbeldi. Ef þessi dómur mun standa óhaggaður þá er ljóst að það er alls ekki lagður sami skilningur í þetta tvennt,“ segir Margrét. Hún telur að áfrýja eigi dómnum og vonar að honum verði snúið. „Ef ekki þá þarf löggjafinn að hugsa sinn gang.“ Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Margrét Gunnlaugsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður stúlkunnar sem kærði ungan mann fyrir nauðgun á Hótel Sögu í mars, er ósátt við sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrradag. Hún segist ósammála mörgum forsendnanna sem dómurinn byggir niðurstöðuna á og telur að ef dómnum verður áfrýjað og Hæstiréttur staðfestir dóminn sé ástæða til að endurskoða löggjöfina um kynferðisbrot. Tekið er fram í dómnum að framburður stúlkunnar sé talinn einkar trúverðugur en á framburði mannsins hafi hins vegar verið veilur. Margrét segir að í ljósi þess sé sérstakt að tillit hafi verið tekið til lýsingar mannsins á meintri nauðgun og aðdraganda hennar, fremur en framburðar stúlkunnar um sömu atvik. Maðurinn bar því við að stúlkan hefði ekki streist á móti sér og hann hafi hætt um leið og hún hafi beðið hann um það. Hún segist hins vegar hafa þurft að biðja hann ítrekað. Þá fullyrðir hann að vel hafi farið á með þeim og segir Margrét undarlegt að dómurinn taki tillit til þess þvert á ólíkan framburð stúlkunnar. „Maðurinn er mjög óáreiðanlegur, það kemur fram í dómnum. Svo er þessi framburður hans notaður sem rökstuðningur fyrir niðurstöðunni.“ Dómurinn telur ljóst að maðurinn hafi ýtt stúlkunni inn í bás á klósettinu, læst honum innan frá, dregið niður um hana, ýtt henni á salernið og síðan niður á gólf, áður en hann hafði við hana samræði, og fyrir liggi að það hafi verið gegn hennar vilja. Hins vegar segir hann þetta ekki geta talist ofbeldi í skilningi 194. greinar almennra hegningarlaga. Þessu er Margrét ósammála. „Það að fremja verknað, sem í þessu tilfelli er óumdeildur, með því að yfirvinna viðnám – það er ofbeldi. Síðan er spurningin hvernig þetta viðnám er gefið til kynna. Eins og ég skil ákvæðið, og ef maður les greinargerðina með ákvæðinu, þá er þetta ofbeldi.“ Fyrir liggur að stúlkan gaf aldrei samþykki fyrir samræðinu. „Það hefur komið til tals að breyta nauðgunarákvæðinu þannig að það segi að nauðgun sé samræði án samþykkis, eins og það er í Englandi og Bandaríkjunum og víðar. Þeim rökum var beitt gegn því að það væri alveg sambærilegt ákvæðinu okkar; að það að fara gegn samþykkisskortinum jafngilti ofbeldi. Ef þessi dómur mun standa óhaggaður þá er ljóst að það er alls ekki lagður sami skilningur í þetta tvennt,“ segir Margrét. Hún telur að áfrýja eigi dómnum og vonar að honum verði snúið. „Ef ekki þá þarf löggjafinn að hugsa sinn gang.“
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira