Innlent

Ljóst að störfum fækkar í sjávarútvegi

Erfitt er fyrir sjávarútveginn að svo mikil kvótaskerðing sé tilkynnt aðeins degi eftir að Seðlabankinn ákveður að halda stýrivöxtum óbreyttum og krónan heldur áfram að styrkjast. Þetta segir formaður Sjómannasambands Íslands sem segir ljóst að störfum í sjávarútvegi muni fækka.

Útflutningstekjur Íslendinga dragast saman um 16 milljarða króna vegna skerðingar þorskkvótans og ljóst að mörg fyrirtæki verða af töluverðum tekjum. Bæði formaður Sjómannasambands Íslands og framkvæmdastjóri LÍÚ segja afleitt að tilkynnt sé að stýrivextir haldist óbreyttir og að kvóti verði skertur nánast á sama degi. Bæði hafi gríðarmikil áhrif á greinina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×