Innlent

Ellefu bjargað úr sjálfheldu

Ellefu ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í Þórsmörk í gærkvöldi. Hópurinn hafði gengið yfir Fimmvörðuháls og tók vinstri beygju af Morinsheiði, sem leið lá niður í Hvannárgil. Þegar fólkið var komið sunnarlega í Útgönguhöfða lenti það í sjálfheldu og gat sig illa hrært. Fararstjóri hópsins komst við illan leik úr sjálfheldunni og gat hringt í Neyðarlínuna.

Gönguhópar úr björgunarsveitum á Hellu og Hvolsvelli fóru á staðinn ásamt meðlimum björgunarsveita sem eru í hálendisgæslu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Komust þeir að fólkinu klukkan rúmlega níu í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á svæðið en gat illa athafnað sig þar sem lágskýjað er í Þórsmörk í kvöld. Hún gat þó sveimað yfir og aðstoðaði björgunarsveitarfólk við að áætla staðsetningu hópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×