Innlent

Níu björguðust þegar bát steytti á skeri

Níu manns voru í mikilli hættu þegar skemmtibáturinn Stacy steytti á skeri út af Akraneshöfn laust eftir miðnættið í nótt. Fíkniefnalögreglumenn voru fyrstir á staðinn bát sem þeir fengu til verksins en í honum voru vanir björgunarmenn. Björgunarsveitir voru kallaðar út frá Akranesi, Reykjavík og Seltjarnarnesi auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út. Hún fór þó ekki af stað þar sem fólkinu var öllu bjargað um borð í björgunarbátinn Margréti frá Akranesi. Nú er unnið að því að þétta bátinn en stefnt er að því að ná honum á flot á flóðinu um hádegið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×