Innlent

Bíll valt við Sólheima

Bíll valt við Sólheima í Grímsnesi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Lögreglan á Selfossi sem og sjúkralið voru kölluð á vettvang. Útlendur karlmaður á þrítugsaldri var einn í bílnum og var nokkuð slasaður. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð til og flaug með manninn á slysadeild Landsspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins á slysadeild nú rétt fyrir fréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×