Innlent

Gæti þurft að hætta við sundið

Þetta er í annað sinn á sem listamaðurinn reynir við Ermasundið.
Þetta er í annað sinn á sem listamaðurinn reynir við Ermasundið.

Líkur eru á að Benedikt Lafleur þurfi að hætta við sund sitt yfir Ermasundið. Eftir þrettán klukkustunda vagg í sjónum er hann farinn að finna fyrir sjóveiki, og á því að sögn Hermínu Ólafsdóttur aðstoðarkonu hans erfitt með að koma niður næringu. Hann er því orðinn bæði kaldur og þreyttur.

Hann er nú staddur um sex mílur frá ströndu Frakklands og á, ef hann heldur áfram, eftir um sjö klukkustunda sund. Síðasti spölur ferðarinnar er sérstaklega þreytandi því þá er synt á móti sterkum straumum við strendur Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×